Vilja friðlýsa vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 16:03 Markarfljót séð frá Stóra-Dímon. Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu tveggja svæða á grundvelli flokkunar þeirra í verndarflokk rammaáætlunar. Friðlýsingin tekur til verndar gegn orkunýtingu. Um er að ræða vatnasvið Jökulsár á Fjöllum og Markarfljóts að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Tillögurnar að friðlýsingunum eru hluti af átaki í friðlýsingum sem kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillögur að friðlýsingu þriggja svæða fóru í kynningu í september og svæðin eru því samtals orðin fimm. Jökulsá á Fjöllum og Markarfljót eru í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar) samkvæmt samþykkt Alþingis frá árinu 2013 og ber því að friðlýsa gegn orkunýtingu. Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðinn vetur, með sérfræðingum ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar, vinnur nú að friðlýsingum þessara svæða sem og annarra. Auk þess sem um er að ræða friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar, tekur átakið til friðlýsinga á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi samþykkti fyrir allmörgum árum að friðlýsa en enn er ólokið við. Auk þess er með átakinu hafinn undirbúningur að friðlýsingu svæða sem eru undir miklu álagi ferðamanna, með það að markmiði að tryggja vernd náttúru- og menningarminja og um leið að tryggja umsjón, stjórnun, landvörslu og uppbyggingu innviða. „Friðlýsingarhjólin eru farin að snúast og unnið er að því að ljúka sem fyrst friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar frá 2013. Þessar friðlýsingar eru hluti af því. Almennt séð er mikilvægt að stuðla að bættum skilningi á friðlýsingum, hvað í þeim felst og hvaða tækifæri fylgja þeim,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Við höfum því ráðist í margvísleg verkefni núna sem eru hluti þessa stóra friðlýsingarátaks.“ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands rannsakar nú efnahagsleg áhrif 11 svæða sem ýmist eru friðlýst eða á náttúruminjaskrá og niðurstaðna úr þeirri rannsókn er að vænta fljótlega. Sérstakar sviðsmyndagreiningar verða auk þess unnar fyrir nokkur svæði sem ekki eru friðlýst en hafa verið til umfjöllunar vegna náttúruverndar. Markmiðið er að greina hvaða tækifæri felast í mögulegri friðlýsingu þeirra. Frestur til athugasemda við tillögurnar sem Umhverfisstofnun hefur kynnt er til og með 23. janúar 2019.Tillaga að friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á FjöllumTillaga að friðlýsingu vatnasviðs Markarfljóts
Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira