Handbolti

Bjarni dæmdur í eins leiks bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarni á hliðarlínunni
Bjarni á hliðarlínunni vísir/bára
Bjarni Fritzson var í dag settur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ.

Bjarni þjálfar ÍR í Olísdeild karla og segir í dómnum að hann hafi fengið útilokun með skýrsu „vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar“ í leik KA og ÍR um helgina.

Hann fékk rautt spjald undir lok leiksins sem endaði með 25-25 jafntefli.

„Ég fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa. Ég var svo ósáttur við strákana að við skyldum hafa glutrað þessu niður. Ég var mjög pirraður og sparkaði ágætlega í einhvern brúsa. Ég ræddi ekkert við dómarana í kjölfarið af því,“ sagði Bjarni í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Bjarni má því ekki stýra liðinu í næsta leik í Olísdeildinni sem er fimmtudaginn 1. nóvember þegar ÍR mætir FH í Austurberginu.

ÍR er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig úr fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×