Þurfa að fjarlægja 270 þúsund rúmmetra af lóð Landspítalans Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2018 08:00 Sprengja þarf á lóð Landspítalans við hlið Barnaspítala Hringsins og hefur það gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/Eyþór Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira