Þurfa að fjarlægja 270 þúsund rúmmetra af lóð Landspítalans Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2018 08:00 Sprengja þarf á lóð Landspítalans við hlið Barnaspítala Hringsins og hefur það gengið vel. FRÉTTABLAÐIÐ/Eyþór Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Fullur gangur er kominn í framkvæmdir við byggingu nýs Landspítala á Hringbraut. Í síðustu viku hófst vinna vegna nýrra lagna en sprengja þarf djúpan skurð sem liggur meðfram Barnaspítalanum. „Það hefur gengið vel að sprengja en erfiðustu svæðin eru þessi næst byggingunum en við erum þar alveg ofan í starfsemi spítalans. Hávaðinn við sjálfar sprengingarnar er samt ekki mikill,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá Nýja Landspítalanum. Leyfilegt er að sprengja þrisvar á dag, eða klukkan 11, 14.30 og 17.30. „Svo eru allir borvagnar sem við notum til að bora fyrir sprengiefninu með sérstaka hlífðarvörn sem er tækni sem hefur verið í þróun síðustu ár. Þetta hefur gefið góða reynslu á þessum fyrstu dögum. Það er mikið minni hávaði af þessu en verið hefur í sambærilegum framkvæmdum.“ Ásbjörn bendir á að umrædd tækni hafi meðal annars verið notuð með góðum árangri í framkvæmdum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. „Gagnvart sjúklingum og starfsmönnum spítalans verður þessi vetur mest krefjandi í öllum framkvæmdunum en lagnavinnan mun standa fram á næsta vor.“ Um mánaðamótin nóvember desember er svo áætlað að hefja vinnu við grunn meðferðarkjarnans sem er stærsta verkefnið í byggingu nýs Landspítala. „Flatarmálið er á við tvo fótboltavelli en svæðið er í halla þannig að við norðurendann þarf að fara 16 metra niður en 5-6 metra við suðurendann. Við áætlum að klára grunninn á um tólf mánuðum.“ Alls munu falla til um 200 þúsund rúmmetrar af sprengdu grjóti bæði vegna grunnsins og annars staðar af svæðinu á um 20 mánaða tímabili og um 140 þúsund rúmmetrar af lausum jarðvegi. Hægt verður að nýta 30 þúsund rúmmetra af grjótinu og 40 þúsund rúmmetra af lausa jarðveginum á byggingarsvæðinu. Það mun því þurfa að fjarlægja um 270 þúsund rúmmetra af efni af svæðinu og verður það gert yfir 18 mánaða tímabil. Ásbjörn segir að hver bíll taki 15 rúmmetra og því verða farnar 18 þúsund ferðir. „Að meðaltali eru þetta fimm til sex bílar á klukkustund miðað við átta tíma á dag sex daga vikunnar. Bílarnir munu keyra í gegnum sérstaka þvottastöð til að koma í veg fyrir að drulla berist út fyrir svæðið. Svo eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að ryk berist um svæðið því það er mikilvægt fyrir sjúklinga, starfsemi spítalans og íbúa í nágrenninu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira