Mistök við flutning á líki til Reykjavíkur hörmuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:30 Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Vísir Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Mistök urðu um helgina við flutning á líki frá Akureyri til Reykjavíkur þegar starfsmönnum flutningafyrirtækis láðist að koma því fyrir í sérstökum kæli. Fyrirækið Flytjandi sem flutti kistuna harmar mistökin. Þau megi rekja til tímasetningar flutningsins. Hinn látni, spænskur karlmaður á fertugsaldri, bjó og starfaði á Akureyri. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi fundist látinn á heimili sínu að morgni fimmtudags. Enginn réttarmeinafræðingur er á Akureyri og þurfti því að flytja líkið suður til Reykjavíkur. Var það gert síðastliðinn föstudag. „Það er óvenjulegt að svona flutningar fari fram á föstudögum en óskað var sérstaklega eftir því að þetta yrði gert á þessum tíma. Búið er um hinn látna á vandaðan hátt í svona tilfellum. Sérstaklega er búið um kistuna sem komið er fyrir í annarri plastkistu,“ segir í svari Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, móðurfyrirtækis Flytjanda, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kistunni var komið fyrir í gámi og ekið með hana suður. Í gámnum var annar varningur en slíkt er vanalegt að sögn Ólafs. Reynt sé að hafa kistuna aðskilda öðru sem flutt er og full virðing borin fyrir hinum látna. Þegar kistan kom suður aðfaranótt laugardags urðu hins vegar þau mistök að hún var sett í geymsluskýli sem ekki er sérstaklega kælt. Þar stóð hún til tíu morguninn eftir en þá uppgötvuðust mistökin. Þá hafði kistan verið í skýlinu í um átta klukkustundir. Líkið var krufið í gær og þykir hjartaáfall líkleg dánarorsök. Heimildir Fréttablaðsins herma að sá fyrirvari hafi verið gerður við skýrsluna að ekki sé hægt að fullyrða það með vissu þar sem farið var að sjá á líkinu. „Þeir sem að komu hafa tekið þetta mjög inn á sig. Það er afar leiðinlegt þegar mannleg mistök verða og þá sérstaklega við svona viðkvæmar aðstæður. Rætt hefur verið við starfsmenn félagsins um það sem miður fór til að tryggja að svona endurtaki sig ekki,“ segir í svari Ólafs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira