Snillingar í að kjósa hvert annað Benedikt Bóas skrifar 23. október 2018 07:30 Þorbjörg er tilnefnd sem frumkvöðull ársins. Etur þar kappi við aðra frumkvöðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
„Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira