Styður Trump og hvetur til lesturs á Reykjavíkurbréfinu vegna baráttu sinnar gegn „öfgafemínistum“ Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2018 15:32 Skiltið er á lóð Viðars í Mörkinni við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Viðar Guðjohnsen hefur komið upp skilti til stuðnings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Viðar hafði áður vakið athygli fyrir skilti á sama stað þar sem fólk var hvatt til að segja nei við Schengen og Evrópusambandinu. Viðar, sem eitt sinn gaf kost á sér í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, er með skiltið á lóð sinni í Mörkinni við Suðurlandsbraut í Reykjavík og hefur því vakið nokkra athygli. Stuðningsyfirlýsingin við Trump og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins var sett upp nýverið en Viðar segir baráttuna sína í dag beinast gegn „öfgafemínistum“. „Sem eru eins og mafíusamtök og eru með sósíalíska hugmyndafræði á bak við sig því þeir vilja láta stofnanir ala upp börn sín,“ segir Viðar í samtali við Vísi.Viðar Guðjohnsen hefur boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton BrinkHann segir fólk sem er með þöggun í huga hafa hneykslast á skiltunum hans og þess vegna veki þau helst athygli. „Það má enginn segja neitt gagnvart einum eða neinum, það á bara að fylgja femínisma eða sósíalisma. Þess vegna er ég að setja þetta upp því það er kominn tími til að við hættum að vera með einhvern undirlægjuhátt fyrir einhverjum vinstri öflum sem vilja flytja allskonar skríl til landsins og gera alla að aumingjum og skattborgarinn á alltaf að borga fyrir allar stofnanirnar og misheppnað uppeldi hjá konum.“ Segir Davíð Oddsson gríðarlega greindan mann Spurður út í hvatningu hans til vegfarenda um að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins segist hann mælast til þess að fólk lesi það alltaf. „Því Davíð Oddsson er bara gríðarlega greindur maður og gríðarlegur reynslubolti og hann sér hluti sem aðrir ekki sjá. Ég er ekki að segja mönnum að lesa það hrátt, menn eiga bara að lesa því það er greinilegt að fjölmiðlar í dag eru orðnir svo erfiðir með að koma með réttan sannleika að það trúir enginn einu né neinu og fólk hefur ekki getu til að lesa út hvað er rétt eða rangt.“ Hann vill meina að að Metoo-hreyfingin hafi étið upp alla fjölmiðla í fjóra mánuði á árinu. „Þá komast ekki alvöru fréttir að af hlutum sem lög eru til við. Það er bannað að ganga að konum eða hverjum sem er með kúgun. Það eru lög til við þessu. Mér finnst þetta öfgafullur fréttaflutningur og konur eru komnar með ranghugmyndir að þær hafi alltaf rétt fyrir sér. Þetta er farið að bitna á samfélaginu, nú eiga bara stofnanir að ala upp börnin.“ Viðar segir kynin vera ólík og með ólíkar þarfir. „Við erum með sitthvorar þarfirnar. 83 prósent kennara í grunnskólum eru konur, 30 prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns og 12 prósent stúlkna. Það er gríðarleg mismunun. 38 drengir á þessu ári eru búnir að drepast úr læknadópi eða einhverju og það er bara eins og þeir séu hunsaðir.“Viðar hvetur fólk einnig til að segja nei við ESB og SchengenVísir/VilhelmHeldur þú að það sé konum að kenna að þeir deyi eða kunni ekki að lesa sér til gagns? „Ekki konum almennt, nú skaltu hafa góða aðgreiningu á því að þetta er þessi femínismi. Þessi ranghugmyndasmíð að konur geti verið í metnaðarfullu starfi og eigi að vera stikkfrí frá því að ala upp börnin. Þau nenna ekki að taka börnin frá tölvunum, tölvurnar eru farnar að ala upp börnin,“ segir Viðar. Segir stofnanavæðingu eiga að leysa allt Hann vill meina að karlmenn megi orðið ekki segja eitt né neitt og allir eigi að fara á kvennabraut. „Þetta virkar ekki til langs tíma enda sjáum við það á tölfræðinni að það eru fleiri að falla núna heldur en á seinni heimsstyrjöldinni tölfræðilega út frá einhverju lækna dópi. Það er eins og enginn pæli í því. Jú, það kemur ein og ein frétt og svo er það bara afgreitt. En þetta er bara gríðarlega sóun hjá þjóðinni þegar svona stór hluti er kominn í svona rugl. Með engan lífsvilja og þessi stofnanavæðing á að leysa það og stofna eitthvað teymi og allir eiga að vera svo ofboðslega góðir við hvor aðra.“ Spurður hvort að öfgar í aðra áttina, það er að allir eigi að vera harðir og bera sig vel, geti haft áhrif á þessa þróun eins og hann vill meina svarar hann að það verði að draga línu í sandinn. „Það hefur allt áhrif en mestmegnis er það að konurnar eru farnar að leyfa tölvunum og símunum að ala upp börnin sín. Þær nenna ekki að standa í því. Ef barnið er fyrir framan tölvuna, þá er allt rólegt og þá hafa þær meiri tíma fyrir sjálfa sig. Þetta er svo lúmskt ábyrgðarleysi og þetta er svo mikil frekja orðin hvernig kynin eiga að haga sér, karlmenn geta ekki átt börn, það er bara svoleiðis.“ Tengdar fréttir Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Fimm róttækustu hugmyndir Viðars Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. 12. janúar 2018 12:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Viðar Guðjohnsen hefur komið upp skilti til stuðnings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Viðar hafði áður vakið athygli fyrir skilti á sama stað þar sem fólk var hvatt til að segja nei við Schengen og Evrópusambandinu. Viðar, sem eitt sinn gaf kost á sér í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, er með skiltið á lóð sinni í Mörkinni við Suðurlandsbraut í Reykjavík og hefur því vakið nokkra athygli. Stuðningsyfirlýsingin við Trump og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins var sett upp nýverið en Viðar segir baráttuna sína í dag beinast gegn „öfgafemínistum“. „Sem eru eins og mafíusamtök og eru með sósíalíska hugmyndafræði á bak við sig því þeir vilja láta stofnanir ala upp börn sín,“ segir Viðar í samtali við Vísi.Viðar Guðjohnsen hefur boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton BrinkHann segir fólk sem er með þöggun í huga hafa hneykslast á skiltunum hans og þess vegna veki þau helst athygli. „Það má enginn segja neitt gagnvart einum eða neinum, það á bara að fylgja femínisma eða sósíalisma. Þess vegna er ég að setja þetta upp því það er kominn tími til að við hættum að vera með einhvern undirlægjuhátt fyrir einhverjum vinstri öflum sem vilja flytja allskonar skríl til landsins og gera alla að aumingjum og skattborgarinn á alltaf að borga fyrir allar stofnanirnar og misheppnað uppeldi hjá konum.“ Segir Davíð Oddsson gríðarlega greindan mann Spurður út í hvatningu hans til vegfarenda um að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins segist hann mælast til þess að fólk lesi það alltaf. „Því Davíð Oddsson er bara gríðarlega greindur maður og gríðarlegur reynslubolti og hann sér hluti sem aðrir ekki sjá. Ég er ekki að segja mönnum að lesa það hrátt, menn eiga bara að lesa því það er greinilegt að fjölmiðlar í dag eru orðnir svo erfiðir með að koma með réttan sannleika að það trúir enginn einu né neinu og fólk hefur ekki getu til að lesa út hvað er rétt eða rangt.“ Hann vill meina að að Metoo-hreyfingin hafi étið upp alla fjölmiðla í fjóra mánuði á árinu. „Þá komast ekki alvöru fréttir að af hlutum sem lög eru til við. Það er bannað að ganga að konum eða hverjum sem er með kúgun. Það eru lög til við þessu. Mér finnst þetta öfgafullur fréttaflutningur og konur eru komnar með ranghugmyndir að þær hafi alltaf rétt fyrir sér. Þetta er farið að bitna á samfélaginu, nú eiga bara stofnanir að ala upp börnin.“ Viðar segir kynin vera ólík og með ólíkar þarfir. „Við erum með sitthvorar þarfirnar. 83 prósent kennara í grunnskólum eru konur, 30 prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns og 12 prósent stúlkna. Það er gríðarleg mismunun. 38 drengir á þessu ári eru búnir að drepast úr læknadópi eða einhverju og það er bara eins og þeir séu hunsaðir.“Viðar hvetur fólk einnig til að segja nei við ESB og SchengenVísir/VilhelmHeldur þú að það sé konum að kenna að þeir deyi eða kunni ekki að lesa sér til gagns? „Ekki konum almennt, nú skaltu hafa góða aðgreiningu á því að þetta er þessi femínismi. Þessi ranghugmyndasmíð að konur geti verið í metnaðarfullu starfi og eigi að vera stikkfrí frá því að ala upp börnin. Þau nenna ekki að taka börnin frá tölvunum, tölvurnar eru farnar að ala upp börnin,“ segir Viðar. Segir stofnanavæðingu eiga að leysa allt Hann vill meina að karlmenn megi orðið ekki segja eitt né neitt og allir eigi að fara á kvennabraut. „Þetta virkar ekki til langs tíma enda sjáum við það á tölfræðinni að það eru fleiri að falla núna heldur en á seinni heimsstyrjöldinni tölfræðilega út frá einhverju lækna dópi. Það er eins og enginn pæli í því. Jú, það kemur ein og ein frétt og svo er það bara afgreitt. En þetta er bara gríðarlega sóun hjá þjóðinni þegar svona stór hluti er kominn í svona rugl. Með engan lífsvilja og þessi stofnanavæðing á að leysa það og stofna eitthvað teymi og allir eiga að vera svo ofboðslega góðir við hvor aðra.“ Spurður hvort að öfgar í aðra áttina, það er að allir eigi að vera harðir og bera sig vel, geti haft áhrif á þessa þróun eins og hann vill meina svarar hann að það verði að draga línu í sandinn. „Það hefur allt áhrif en mestmegnis er það að konurnar eru farnar að leyfa tölvunum og símunum að ala upp börnin sín. Þær nenna ekki að standa í því. Ef barnið er fyrir framan tölvuna, þá er allt rólegt og þá hafa þær meiri tíma fyrir sjálfa sig. Þetta er svo lúmskt ábyrgðarleysi og þetta er svo mikil frekja orðin hvernig kynin eiga að haga sér, karlmenn geta ekki átt börn, það er bara svoleiðis.“
Tengdar fréttir Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Fimm róttækustu hugmyndir Viðars Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. 12. janúar 2018 12:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05
Fimm róttækustu hugmyndir Viðars Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. 12. janúar 2018 12:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent