Einn árásarmanna Khashoggi sást í fötum hans Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 11:01 Jamal Khashoggi var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Sádar hafa verið margsaga um hvernig dauða hans bar að. Vísir/EPA Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018 Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Upptökur úr öryggismyndavélum benda til þess að einn mannanna sem talið er að hafi myrt Jamal Khashoggi, sádiarabískan blaðamann, hafi klæðst fötum hans eftir að hann var myrtur. Tyrknesk yfirvöld hafa sagst ætla að birta frekari sannanir fyrir því að Khashoggi hafi verið myrtur á morgun. Rannsókn Tyrkja bendir til þess að fimmtán manna hópur hafi komið frá Sádi-Arabíu daginn sem Khashoggi hvarf fyrir þremur vikum. Þeir hafi pyntað og myrt blaðamanninn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrkir hafa sagt að hljóðupptökur sýni fram á þetta. Nú hefur CNN-fréttastöðin eftir tyrkneskum heimildum að einn árásarmannanna sjáist á öryggisupptökum klæddur í föt Khashoggi þegar hann kemur út um bakdyr ræðisskrifstofunnar. Hann sé jafnframt með gerviskegg og gleraugu. Síðar sama dag sjáist maðurinn á upptökum við Bláu moskuna í Istanbúl. Kenning tyrkneskra rannsakenda er að maðurinn hafi verið notaður sem tvífari Khashoggi Skýringar sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa gefið á dauða Khashoggi hafa verið afar misvísandi. Í fyrstu harðneituðu þau að hafa komið nærri hvarfi Khashoggi þegar hans var saknað. Hann hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna. Í síðustu viku viðurkenndu þau loks að Khashoggi væri látinn. Hann hefði óvart beðið bana í „slagsmálum“ á ræðisskrifstofunni. Sádar hafa þó ekki skýrt hvað hafi orðið um lík Khashoggi. Tyrkir hafa sagt að líklega hafi lík hans verið bútað niður og flutt burt í kössum og ferðatöskum.Segir morðingjana hafa farið út fyrir valdsvið sitt Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, bar fram enn eina skýringuna á dauða Khashoggi í viðtali í gær. Þar sagði hann að Khashoggi hefði verið fórnarlamb aðgerðar sem fór úr böndunum. Talaði ráðherrann um dauða blaðamannsins sem „morð“ sem hefði verið „gríðarleg mistök“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við erum staðráðnir í að komast að öllum staðreyndum og við erum staðráðnir í að refsa þeim sem eru ábyrgir fyrir þessu morði,“ sagði Jubeir og fullyrti að þeir sem væru ábyrgir hefðu farið út fyrir valdsvið sitt. Hafnaði Jubeir því að Mohammed bin Salman krónprins hefði vitað nokkuð um aðgerðina. Engu að síður hefur verið greint frá því að nokkrir mannanna sem voru sendir til Istanbúl tengist krónprinsinum.Surveillance footage shows Saudi operative in Khashoggi's clothes in Istanbul after the journalist was killed, a Turkish source says https://t.co/Nz4mmRb0qX— CNN Breaking News (@cnnbrk) October 22, 2018
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37 Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29 Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49 Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Heitir því að birta niðurstöður morðrannsóknarinnar á þriðjudag Tyrklandsforseti segir að niðurstöður morðrannsóknarinnar verði birtar á þriðjudag. 21. október 2018 23:37
Segir stjórnvöld Sádi Arabíu ekki vita um lík Khashoggis Utanríkisráðherra Sádi Arabíu, Adel Al-Jubeir, segir að sádiarabísk stjórnvöld ekki vita hvar lík blaðamannsins Jamal Khashoggi er. Þá segir hann einstaklingana sem urðu sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi að bana hafi gert það að eigin frumkvæði og án vitundar og leyfis stjórnvalda. 21. október 2018 17:29
Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar. 21. október 2018 07:49
Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Stjórnvöld í Sádi-Arabíu viðurkenndu um helgina að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi týnt lífi á skrifstofu ræðismanns ríkisins í Tyrklandi. 22. október 2018 09:15