Koepka efstur á heimslistanum í fyrsta sinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2018 12:00 Koepka fagnar í gær. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka komst í dag í efsta sætið á heimslistanum í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Koepka vann CJ Cup í Suður-Kóreu í dag og er kominn með nóg af stigum til þess að velta Dustin Johnson úr toppsætinu. Koepka hefur átt frábært ár og var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni fyrr í mánuðinum. „Að komast á topp heimslistans er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá barnsaldri. Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta enn þá,“ sagði Koepka í skýjunum. „Það hefur allt gengið upp á þessu ári hjá mér og ég vil ekki breyta neinu. Bara bæta mig. Ég er svo spenntur núna og get ekki beðið eftir að fara á næsta mót.“ Koepka vann bæði US Open og PGA-meistaramótið á árinu og hefur alls unnið þrjú risamót á ferlinum. Hann er þriðji kylfingurinn sem kemst á topp heimslistans á þessu ári. Þar hafa einnig setið Justin Rose og áðurnefndur Dustin Johnson. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka komst í dag í efsta sætið á heimslistanum í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Koepka vann CJ Cup í Suður-Kóreu í dag og er kominn með nóg af stigum til þess að velta Dustin Johnson úr toppsætinu. Koepka hefur átt frábært ár og var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni fyrr í mánuðinum. „Að komast á topp heimslistans er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá barnsaldri. Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta enn þá,“ sagði Koepka í skýjunum. „Það hefur allt gengið upp á þessu ári hjá mér og ég vil ekki breyta neinu. Bara bæta mig. Ég er svo spenntur núna og get ekki beðið eftir að fara á næsta mót.“ Koepka vann bæði US Open og PGA-meistaramótið á árinu og hefur alls unnið þrjú risamót á ferlinum. Hann er þriðji kylfingurinn sem kemst á topp heimslistans á þessu ári. Þar hafa einnig setið Justin Rose og áðurnefndur Dustin Johnson.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira