Sádar margsaga vegna hvarfs blaðamanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:15 Sem stendur er leitað að líki Khashoggi í Belgrad-skógi en sá er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Istanbúl. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns af hvarfi blaðamannsins Jamal Khashoggi stangast á við útskýringar stjórnvalda þar í landi af hvarfinu. Frásögn þeirra hefur að vísu tekið margvíslegum breytingum frá því að sagt var frá hvarfi blaðamannsins. Fyrir um þremur vikum fór Khashoggi, sem hefur verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í ættlandi sínu í skrifum sínum, á skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi til að ganga frá skilnaðarpappírum sínum vegna fyrra hjónabands. Var það nauðsynlegt svo hann gæti gengið að eiga Hatice Cengiz, núverandi unnustu sína. Síðan þá hefur ekkert til hans spurst en Cengiz beið hans fyrir utan hús ræðismannsins. Sádiarabísk stjórnvöld neituðu strax í upphafi að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi hans og sögðu að hann hefði yfirgefið húsið bakdyramegin. Nokkrum dögum síðar opnuðu þau dyr ræðismannshússins upp á gátt svo fólk gæti séð að Khashoggi væri þar hvergi að finna en fyrstu fréttir hermdu að honum væri mögulega haldið þar gegn vilja sínum. Fyrir tólf dögum birtu fjölmiðlar í Tyrklandi myndir og upptökur af fimmtán manna hópi Sáda sem sást í kringum hús konsúlsins um það bil er Khashoggi sást síðast. Líkur voru leiddar að því að umræddir menn hefðu grandað blaðamanninum.Sádar hafa viðurkennt að Jamal Khashoggi hafi látist á skrifstofu konsúlsins.Á laugardag viðurkenndi Sádi-Arabía að Khashoggi hefði beðið bana í húsi ræðismannsins. Sendinefnd hafi verið send til Istanbúl til að sannfæra hann um að flytja aftur til Sádi-Arabíu. Þaðan hafði Khashoggi flutt fyrir um ári síðan þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í landinu. Þegar hann neitaði því á að hafa komið til átaka og í tilraun sinni til að róa blaðamanninn hafi mennirnir óvart kæft hann. Átján hafa verið handteknir vegna málsins og Ahmed al-Asiri, háttsettur maður innan hers landsins, hefur verið rekinn. Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að hann hafi skipulagt samsæri gegn krónprins landsins um að bana Khashoggi og skella skuldinni síðan á prinsinn. Reuters fréttastofan birti í gær frásögn háttsetts sádiarabísks embættismanns sem stangast á við hina opinberu frásögn yfirvalda. Heimildarmaðurinn, sem óskaði þess að nafn hans kæmi ekki fram, segir að „sendinefndin“, sem meðal annars innihélt réttarmeinafræðing, hafi fengið þá skipun að nema Khashoggi á brott. Höfðu þeir meðal annars hótað honum með róandi lyfjum kæmi hann ekki sjálfviljugur. Þegar það gekk ekki kom til átaka og dó Khashoggi í þeim. Einn af hinum fimmtán klæddi sig síðan í föt Khashoggi og fór úr skrifstofunni. Var það gert til að sýna fram á að blaðamaðurinn hefði farið sjálfur frá konsúlnum. Líkinu var komið til manns í Istanbúl sem fékk það verk að láta það hverfa. Hin opinbera frásögn hefur verið dregin í efa af mörgum enda þykir sendinefndin nokkuð undarlega saman sett miðað við að markmiðið hafi verið að ná Khashoggi burt á lífi. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt að þau muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast til botns í málinu. Bretland, Frakkland og Þýskaland sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmdu dráp Khashoggi. Þá drógu þau yfirlýsingar Sádi-Arabíu í efa og kölluðu eftir því að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að frásögn Sádi-Araba væri ekki sannfærandi. Hingað til hefur hann staðið með þeim í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira