Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar

Í gær greindu sádiarabískir fjölmiðlar frá því að Khashoggi hefði látist í átökum á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul í Tyrklandi þann 2. október, en Khashoggi hefur verið saknað síðan þá. Áður höfðu Sádar neitað því alfarið að Khashoggi hafi verið unnið mein á skrifstofunni.
Merkel sagði að andlát blaðamannsins væri aðvörun um að lýðræði og frelsi ættu undir högg að sækja víðs vegar um heiminn.
„Málið hefur ekki verið upplýst og auðvitað krefjumst við þess að það verði gert,“ sagði Merkel jafnframt á svæðisráðstefnu flokks síns Sambands Kristilegra Demókrata.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í dag að útskýringar Sáda um andláta Khashoggis mætti taka trúanlegar og að handtaka 18 manna í tengslum við málið væri „gott fyrsta skref“ í átt að lausn málsins.
Tengdar fréttir

Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns
Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans.

Sádar staðfesta andlát Khashoggi
Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur.

Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi
Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi.

Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins
Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni.

Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar
Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær.

Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins
Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns.