Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2018 16:12 Jamal Khashoggi var sádiarabískur blaðamaður á Washington Post í Bandaríkjunum. Vísir/AP Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Yfirlýsing frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem þessu er lofað kom í kjölfar fréttaflutnings sádí arabískra fjölmiðla um að Khashoggi hefði látist í áflogum í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. Tyrkir höfðu áður haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað niður. „Við viljum ekki skella skuldinni á neinn á þessari stundu, en við samþykkjum ekki að breitt verði yfir þetta mál,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands, Omar Celik. Þá hafa samtök tyrkneskra og arabískra fjölmiðlamanna krafist réttlætis fyrir Khashoggi og að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans sæti viðeigandi refsingu. „Þessu máli er ekki lokið, það er rétt að byrja. Við viljum réttlæti fyrir Jamal,“ sagði leiðtogi samtakanna, Turan Kislakci. „Við viljum að mönnunum sem myrtu Jamal verði refsað. En við viljum ekki bara að þeim 18 sem handteknir voru verði refsað, heldur líka þeim sem fyrirskipuðu verknaðinn,“ bætti Kislakci við.Kveður við nýjan tón hjá Sádum Sádar höfðu, fram að gærdeginum, neitað því að Khashoggi hafi verið gert mein inni á skrifstofunni og héldu því statt og stöðugt fram að Khashoggi hafi gengið heill á húfi út úr byggingunni.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát KhashoggiRannsakendur málsins í Tyrklandi leita enn að líkamsleifum Khashoggi, en þeir telja að lík hans hafi verið bútað niður og flutt í hlutum út úr ræðismannsskrifstofu Sáda. Khasoggi var blaðamaður hjá Washington Post í Bandaríkjunum og var afar gagnrýninn á stjórnarhætti stjórnvalda í upprunalandi sínu, Sádi Arabíu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. Yfirlýsing frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem þessu er lofað kom í kjölfar fréttaflutnings sádí arabískra fjölmiðla um að Khashoggi hefði látist í áflogum í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. Tyrkir höfðu áður haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað niður. „Við viljum ekki skella skuldinni á neinn á þessari stundu, en við samþykkjum ekki að breitt verði yfir þetta mál,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands, Omar Celik. Þá hafa samtök tyrkneskra og arabískra fjölmiðlamanna krafist réttlætis fyrir Khashoggi og að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans sæti viðeigandi refsingu. „Þessu máli er ekki lokið, það er rétt að byrja. Við viljum réttlæti fyrir Jamal,“ sagði leiðtogi samtakanna, Turan Kislakci. „Við viljum að mönnunum sem myrtu Jamal verði refsað. En við viljum ekki bara að þeim 18 sem handteknir voru verði refsað, heldur líka þeim sem fyrirskipuðu verknaðinn,“ bætti Kislakci við.Kveður við nýjan tón hjá Sádum Sádar höfðu, fram að gærdeginum, neitað því að Khashoggi hafi verið gert mein inni á skrifstofunni og héldu því statt og stöðugt fram að Khashoggi hafi gengið heill á húfi út úr byggingunni.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát KhashoggiRannsakendur málsins í Tyrklandi leita enn að líkamsleifum Khashoggi, en þeir telja að lík hans hafi verið bútað niður og flutt í hlutum út úr ræðismannsskrifstofu Sáda. Khasoggi var blaðamaður hjá Washington Post í Bandaríkjunum og var afar gagnrýninn á stjórnarhætti stjórnvalda í upprunalandi sínu, Sádi Arabíu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33
Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41
Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27