"Ég hef aldrei verið tilbúnari en núna“ 20. október 2018 15:30 Mynd/Snorri Björns Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.” Box Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.”
Box Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira