Ótrúlegt afrek að það hafi munað svona litlu i gullið Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:37 Íslenska liðið stóð sig frábærlega í dag mynd/kristinn arason Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti