Tugir fórust í lestarslysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 08:00 50 hið minnsta fórust í slysinu og 200 særðust. AP/Prabhjot Gill Að minnsta kosti 50 fórust og 200 slösuðust þegar lest skall á hópi fólks nærri Amritsar í indverska ríkinu Punjab. BBC greindi frá þessu og hafði eftir lögreglu og sjónarvottum á svæðinu. Fórnarlömbin stóðu nærri lestarteinunum og voru að fylgjast með fagnaðarlátum vegna dusshera, hátíðar í hindúasið. Þar sáu fórnarlömb líkneski djöflakonungsins Ravana brenna. Líkneskið var fullt af litlum flugeldum og heyrðu viðstaddir því ekki í lestinni nálgast. Samkvæmt BBC höfðu skipuleggjendur hátíðarhaldanna beint þeim tilmælum til viðstaddra að bakka örlítið frá líkneskinu, í átt að lestarteinunum, fáeinum andartökum áður en slysið varð. Amarinder Singh, æðsti ráðherra Punjab-ríkis, sagði að slysið væri gríðarlegur harmleikur. Yfirvöld á svæðinu gerðu nú allt sem þau gætu til þess að aðstoða þá sem slösuðust. „Ég hef beint þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að hinir slösuðu fái bestu meðferð sem kostur er á.“ Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Að minnsta kosti 50 fórust og 200 slösuðust þegar lest skall á hópi fólks nærri Amritsar í indverska ríkinu Punjab. BBC greindi frá þessu og hafði eftir lögreglu og sjónarvottum á svæðinu. Fórnarlömbin stóðu nærri lestarteinunum og voru að fylgjast með fagnaðarlátum vegna dusshera, hátíðar í hindúasið. Þar sáu fórnarlömb líkneski djöflakonungsins Ravana brenna. Líkneskið var fullt af litlum flugeldum og heyrðu viðstaddir því ekki í lestinni nálgast. Samkvæmt BBC höfðu skipuleggjendur hátíðarhaldanna beint þeim tilmælum til viðstaddra að bakka örlítið frá líkneskinu, í átt að lestarteinunum, fáeinum andartökum áður en slysið varð. Amarinder Singh, æðsti ráðherra Punjab-ríkis, sagði að slysið væri gríðarlegur harmleikur. Yfirvöld á svæðinu gerðu nú allt sem þau gætu til þess að aðstoða þá sem slösuðust. „Ég hef beint þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að hinir slösuðu fái bestu meðferð sem kostur er á.“
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira