Íslenskan loks orðin að opinberu tungumáli Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 23:52 Frá þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Mynd/Johannes Jansson/Norden Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner. Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner.
Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49