Sóley greinir frá þessu á Facebook síðu sinni en eignin er nú í útleigu en í eigu þeirra hjóna.
Um er að ræða bjarta og vel skipulögð sex herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í góðu fjórbýlishúsi nærri sjávarsíðunni í Vesturbænum.
Í íbúðinni eru fjögur rúmgóð og björt svefnherbergi, þar af eitt með austursvölum. Opið er milli stofu og borðstofu og útgengt á suðursvalir.
Húsið var byggt árið 1951 en fasteignamat eignarinnar er rúmlega sextíu milljónir.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni:




