Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2018 10:55 Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba, samkvæmt könnun MMR. VÍSIR/Egill Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira