Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 31. október 2018 07:00 Minnihlutinn telur alvarlega stöðu nú uppi í leikskólamálum í Hafnarfjarðarbæ. Fréttablaðið/Daníel Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Hafnarfjörður Aðeins 29 prósent starfsmanna leikskóla í Hafnarfirði eru menntaðir sem slíkir. Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði telja þetta hlutfall allt of lágt og vilja að fyrsta skólastigið verði betur mannað menntuðu starfsfólki. Þar kemur fram að mikið skorti upp á að leikskólar í Hafnarfirði uppfylli lágmarkskröfur um að tveir af hverjum þremur starfsmönnum leikskóla hafi til þess bæra menntun. Einnig hefur ekki tekist að manna störf á leikskólum bæjarins en sjö stöðugildi eru ómönnuð. Segja fulltrúar minnihlutans betur mega ef duga skuli. „Ef Hafnarfjörður vill taka forystu á þessu sviði verður að gera starfsumhverfi og starfskjör starfsfólks á leikskólum þannig að fleiri fáist til að fara á námssamninga og afla sér viðeigandi menntunar,“ segir í bókun minnihlutans.Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins.„Þetta er náttúrulega alveg grafalvarlegt mál. Það er ekki að ástæðulausu að lögin kveði á um það að 66 prósent starfsmanna leikskóla eigi að vera menntaðir leikskólakennarar. Það er til þess að í skólastarfi sé faglega að öllu staðið, bæði gagnvart þroska og menntun barnanna. Þegar við erum að hanga í 29 prósentum þá segir það fyrst og fremst að áherslurnar liggja ekki á réttum stöðum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði. Fimmtán leikskólar eru starfandi í Hafnarfirði. Af 475 starfsmönnum leikskóla bæjarins eru 138 menntaðir leikskólakennarar og 97 með einhvers konar aðra háskólamenntun. 240 starfsmenn hafa svo ekki háskólamenntun samkvæmt gögnum bæjarins. „Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. Þetta er blekkingarleikur þar sem við sættum okkur við sífellt minnkandi hlutverk þeirra sem kunna til verka. Það er blekkingarleikur að halda því fram að hægt sé að halda uppi öflugu og faglegu skólastarfi með þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir,“ segir Sigurður. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs, vildi ekki ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira