Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Sveinn Arnarsson skrifar 30. október 2018 07:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Verði frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof að lögum yrði íslensk löggjöf sú frjálslyndasta meðal norrænna ríkja í þeim efnum. Aðeins bresk og hollensk löggjöf gengur lengra í frjálslyndi en sú sem á að leggja fyrir þingið í vetur. Árið 2016 skilaði vinnuhópur af sér niðurstöðum til heilbrigðisráðherra um breytingar á íslenskum lögum um fóstureyðingar, sem eru frá 1975. „Niðurstaða nefndarinnar var að mæla með því að kona hefði heimild til að taka þessa ákvörðun til loka 22. viku meðgöngu. Margir þættir liggja að baki þeirri niðurstöðu og einn veigamesti þátturinn er að virða sjálfsákvörðunarrétt konunnar og að hún hafi vald til að ráða yfir eigin líkama,“ segir Sóley S. Bender, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar. Á Íslandi er konu heimilt að ákveða sjálf um þungunarrof fram að tólftu viku meðgöngu. Slíka löggjöf er einnig að finna í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar, Bretar og Hollendingar eru hins vegar frjálslyndari hvað þetta varðar og veita konum aukið vald til að enda þungun. Í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra verður lagt til að konur hafi vald til að ákveða um þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn og eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja konum sjálfsforræði um barneignir. „Þegar þungunarrof á sér stað í nútíma samfélagi er það í langflestum tilvikum gert afar snemma á meðgöngunni. Árið 2017 voru 98% allra þungunarrofa á Íslandi framkvæmd fyrir lok 16. viku meðgöngu.“ segir Sóley. „Það er staðreynd og því er að mínu mati þessi ótti, að konur fari seint í þungunarrof, úr lausu lofti gripinn.“ Á haustþingi 2018 hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarpið og mun því koma til kasta þingsins innan tíðar. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, segir að það sem hún hafi séð af frumvarpsdrögunum sé að mörgu leyti betrumbót frá fyrri lögum. „Lögin eru auðvitað orðin nokkuð gömul og þörf hefur verið á endurskoðun laganna. Hvað varðar einstök atriði í frumvarpinu þá væri ég til í að sjá frumvarpið í heild og lesa það almennilega með umsögnum til að ræða þau sérstaklega. Hins vegar eru álit sérfræðinga sem liggja að baki og sérfræðingar eiga að ákveða svona hluti en ekki pólitíkin,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku 29. október 2018 06:15
Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51