Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2018 10:24 Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Egill Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila hagnaði. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni, hefur gagnrýnt fyrirtækið fyrir að taka dýr lán í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur í samtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ tilkynningu til fjölmiðla segir Brynhildur að skýr eigendastefna OR frá 2012 hafi átt mikinn þátt í að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. Þess hafi viðskiptavinir notið með lækkun á gjaldskrám síðustu misseri. Það hafi eigendur OR einnig gert með því að fá greiddan arð af rekstrinum árið 2017 og hafi það verið í fyrsta skipti um árabil sem OR greiðir arð til eigenda. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð Brynhildur segir, eins og áður hefur komið fram, að eigendurnir hafi samþykkt eigendastefnu þar sem kveðið er á um að reksturinn skuli skila þeim arði. Arður sé þó ekki greiddur út nema ljóst sé að fjárhagsstaða OR leyfi það. Því hafi sérstök arðgreiðsluskilyrði verið sett. Hægt er að nálgast þau skilyrði hér.„Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur. Borgarbyggð Orkumál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila hagnaði. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitunni, hefur gagnrýnt fyrirtækið fyrir að taka dýr lán í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna. „Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð,“ segir Hildur í samtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ tilkynningu til fjölmiðla segir Brynhildur að skýr eigendastefna OR frá 2012 hafi átt mikinn þátt í að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. Þess hafi viðskiptavinir notið með lækkun á gjaldskrám síðustu misseri. Það hafi eigendur OR einnig gert með því að fá greiddan arð af rekstrinum árið 2017 og hafi það verið í fyrsta skipti um árabil sem OR greiðir arð til eigenda. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð Brynhildur segir, eins og áður hefur komið fram, að eigendurnir hafi samþykkt eigendastefnu þar sem kveðið er á um að reksturinn skuli skila þeim arði. Arður sé þó ekki greiddur út nema ljóst sé að fjárhagsstaða OR leyfi það. Því hafi sérstök arðgreiðsluskilyrði verið sett. Hægt er að nálgast þau skilyrði hér.„Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur.
Borgarbyggð Orkumál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00