Seinni bylgjan: ÍBV á meira inni og besti leikmaðurinn sem gleymdist Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2018 14:30 Íris Björk Símonardóttir er búin að vera alveg mögnuð. vísir/bára ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
ÍBV er í öðru sæti Olís-deildar kvenna en farið var yfir fyrsta þriðjung deildarinnar í sérstökum uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar á miðvikudagskvöldið þar sem að Ásgeir Jónsson og Þorgerður Anna Atladóttir voru sérfræðingar. Eyjakonur voru þær fyrstu til að leggja Framara að velli og virðast vera komnar í gang en allir í myndveri voru sammála um að liðið á meira inni. „Jenný er búin að vera geggjuð í markinu í flestum leikjum en sóknarnýting liðsins er döpur og Esther á gríðarlega mikið inni þar. Þetta er leikmaður sem er vanur að vera að skora 6-10 mörk en er núna með slaka skotnýtingu og að tapa svolítið af boltum. Hún á mikið inni. Sunna sömuleiðis á mikið inni,“ segir Ásgeir.Greta velur skotin betur Skyttan hávaxnka Greta Kavaliauskaite hefur farið mikinn og verið miklu betri en á síðustu leiktíð. „Hún var aðeins mistækari í fyrra en núna er hún í betra formi. Hún velur skotin sín aðeins betur heldur en í fyrra þegar að hún var að taka óþarfa skot og ætlaði að vera einhver stjarna og sýna sig. Standið á henni er mjög flott,“ segir Þorgerður Anna en bæði hafa þau smá áhyggjur af fáum hraðaupphlaupum liðsins. „Með aðeins betri vörn og meiri stöðugleika í varnarleikinn fær liðið hraðaupphlaupin sem að Karólína er ekki búin að vera að fá. Leikmaður eins og hún þrífst á þessum hraðaupphlaupum. Þau skipta máli fyrir sjálfstraustið því hún er stundum ekki að taka færin sín í horninu því sjálfstraustið er ekki í botni,“ segir Þorgerður Anna.Íris alveg mögnuð Valskonur eru á toppnum eins og spáð var. Liðið breyttist mikið á milli tímabila en sóknarleikurinn er að slípast saman eftir að vera ekkert sérstakur í byrjun móts. „Markvarslan er búin að vera svo góð og varnarleikurinn sömuleiðis. Þess vegna hefur liðið haft svigrúm til að spila ekkert sérstakan sóknarleik en náð góðum úrslitum,“ segir Ásgeir Jónsson. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, er búin að vera algjörlega frábær og gleymdist aðeins í umræðunni fyrr í þættinum þegar að Martha Hermannsdóttir, leikmaður KA/Þórs var sögð besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinnar. Beðist var velvirðingar á því. „Hún verður bara betri með hverjum leiknum. Hún var besti markvörður landsins þegar að hún var upp á sitt besta og nú held ég að hún sé að nálgast þann titil aftur,“ segir Þorgerður Anna. „Þegar að við köstuðum því fram að það væri algjörlega borðliggjandi að Martha Hermannsdóttir væri besti leikmaður fyrstu sjö umferðarinna gleymdum við Írisi. Hún er best ásamt Mörthu,“ segir Ásgeir. „Í átta leikjum er hún búin að fara yfir 40 prósent vörslu sex sinnum og tvisvar sinnum yfir 50 prósent. Hún er búin að vera algjörlega geggjuð. Varnarleikurinn hefur verið frábær og það er ekki hægt að undirstrika það nógu mikið hversu mikilvægt það var að fá Gerði aftur inn í þetta,“ segir Ásgeir Jónsson. Alla umræðuna um tvö efstu liðin má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30 Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Seinni bylgjan: Haukar vaknaðir og meistararnir mannlegir eftir allt saman Íslands- og bikarmeistarar Fram eru búnir að tapa þremur leikjum í röð í Olís-deild kvenna. 9. nóvember 2018 11:30
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30
Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Nýliðarnir hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 15:30