Frekari vaxtahækkanir í kortunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 08:00 Seðlabankinn segir aukna verðbólgu hafa lækkað raunvexti bankans umfram það sem æskilegt sé. Fréttablaðið/Stefán Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir það ef til vill hafa komið á óvart að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli hafa hækkað stýrivexti bankans í stað þess að hinkra og sjá hvort verðbólguvæntingar færu að gefa sig. Bankinn hafi enda nýverið létt á innflæðishöftunum sem gæti stutt við krónuna og þar með ýtt væntingunum aðeins niður á við. „Á móti kemur að bankinn er ef til vill að falla á tíma með vaxtahækkanir þar sem verðbólguhorfur fara nú hratt versnandi,“ segir hún. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur vaxtahækkunina hafa verið ótímabæra af þeirri einföldu ástæðu að staðan í efnahagslífinu sé mjög viðkvæm. Hækkunin sé aðeins til þess fallin að hraða kólnun hagkerfisins.Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku bankaPeningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig en í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að aukin verðbólga og hærri verðbólguvæntingar hefðu lækkað raunvexti Seðlabankans umfram það sem æskilegt væri. Kristrún segir vaxtahækkunina hafa komið nokkuð á óvart að því leyti að bankinn hafi verið nýbúinn að létta á innflæðishöftunum. „Ein af forsendunum fyrir því var minnkandi vaxtamunur og því er áhugavert að bankinn stígi nú strax það skref að hækka vexti. Það mætti þó segja að bankinn sé að einhverju leyti á eftir kúrfunni þegar kemur að vaxtahækkunum. Raunvaxtastig er orðið lágt og fer lækkandi með aukinni verðbólgu, auk þess sem spennan í hagkerfinu mælist meiri en þeir upprunalega héldu. Bankinn á að einhverju leyti að vera framsýnn og hafa þegar brugðist við því að verðbólgan sé að fara upp í rúmlega þrjú prósent í þessum mánuði,“ nefnir Kristrún.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsinsÁsdís segir peningastefnunefnd hafa rökstutt hærri vexti með vísan til meðal annars veikingar krónunnar og hækkandi verðbólguvæntinga. „Það þarf hins vegar að hafa í huga að gengisveikingu krónunnar síðustu vikurnar má meðal annars rekja til þeirrar óvissu sem er uppi á vinnumarkaði og áhyggna fjárfesta og annarra af efnahagshorfum,“ nefnir Ásdís og bætir einnig við að Seðlabankinn hafi sjálfur – með stífum innflæðishöftum – ýtt undir veikingu krónunnar. Aðspurð segir Kristrún ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið, hvort sem það gerist í næsta mánuði eða eftir áramót. „Markaðurinn er svartsýnn sem sýnir sig í því að hann hefur þegar verðlagt rúmlega hundrað punkta hækkun á vöxtum á næsta eina og hálfa árinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir það ef til vill hafa komið á óvart að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli hafa hækkað stýrivexti bankans í stað þess að hinkra og sjá hvort verðbólguvæntingar færu að gefa sig. Bankinn hafi enda nýverið létt á innflæðishöftunum sem gæti stutt við krónuna og þar með ýtt væntingunum aðeins niður á við. „Á móti kemur að bankinn er ef til vill að falla á tíma með vaxtahækkanir þar sem verðbólguhorfur fara nú hratt versnandi,“ segir hún. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur vaxtahækkunina hafa verið ótímabæra af þeirri einföldu ástæðu að staðan í efnahagslífinu sé mjög viðkvæm. Hækkunin sé aðeins til þess fallin að hraða kólnun hagkerfisins.Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku bankaPeningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig en í yfirlýsingu nefndarinnar sagði að aukin verðbólga og hærri verðbólguvæntingar hefðu lækkað raunvexti Seðlabankans umfram það sem æskilegt væri. Kristrún segir vaxtahækkunina hafa komið nokkuð á óvart að því leyti að bankinn hafi verið nýbúinn að létta á innflæðishöftunum. „Ein af forsendunum fyrir því var minnkandi vaxtamunur og því er áhugavert að bankinn stígi nú strax það skref að hækka vexti. Það mætti þó segja að bankinn sé að einhverju leyti á eftir kúrfunni þegar kemur að vaxtahækkunum. Raunvaxtastig er orðið lágt og fer lækkandi með aukinni verðbólgu, auk þess sem spennan í hagkerfinu mælist meiri en þeir upprunalega héldu. Bankinn á að einhverju leyti að vera framsýnn og hafa þegar brugðist við því að verðbólgan sé að fara upp í rúmlega þrjú prósent í þessum mánuði,“ nefnir Kristrún.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsinsÁsdís segir peningastefnunefnd hafa rökstutt hærri vexti með vísan til meðal annars veikingar krónunnar og hækkandi verðbólguvæntinga. „Það þarf hins vegar að hafa í huga að gengisveikingu krónunnar síðustu vikurnar má meðal annars rekja til þeirrar óvissu sem er uppi á vinnumarkaði og áhyggna fjárfesta og annarra af efnahagshorfum,“ nefnir Ásdís og bætir einnig við að Seðlabankinn hafi sjálfur – með stífum innflæðishöftum – ýtt undir veikingu krónunnar. Aðspurð segir Kristrún ekki ólíklegt að fleiri vaxtahækkanir fylgi í kjölfarið, hvort sem það gerist í næsta mánuði eða eftir áramót. „Markaðurinn er svartsýnn sem sýnir sig í því að hann hefur þegar verðlagt rúmlega hundrað punkta hækkun á vöxtum á næsta eina og hálfa árinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 „Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30
„Ríkisstjórnin er að missa tökin á efnahagslífinu“ Svo virðist vera sem að það sé samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. 7. nóvember 2018 15:00
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26