Loftræstikerfið ærði starfsfólk Seðlabanka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Starfsmenn bankans kvarta ekki lengur yfir hávaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Seðlabanki Íslands keypti nýverið hljóðdempandi heyrnartól fyrir rétt um hundrað starfsmenn bankans en um vinnuverndaraðgerð var að ræða. Kostnaður við innkaupin nam um 3,8 milljónum króna. Forsaga innkaupanna er nokkur. Undanfarin ár hefur opnum vinnurýmum í bankanum verið fjölgað og nú er svo komið að um sjötíu prósent starfsmanna starfa í slíkum rýmum. Rýmum sem þessum fylgir oft aukinn hávaði og truflun í tengslum við störf fólks í kring og þá hefur komið í ljós að hljóðmengun frá loftræstikerfi hússins hefur aukist við breytingarnar. Starfsstöðvar SÍ við Kalkofnsveg 1 eru þannig gerðar að þar eru ekki opnanlegir gluggar. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að vorið 2017 hafi verið gerð könnun meðal starfsmanna þar sem í ljós kom að 42 prósent þeirra voru óánægð með loftgæði í húsinu. Meðal annars var kvartað yfir þungu lofti, hávaða frá loftræstikerfi, matarlykt frá eldhúsi og óþef af gólfteppum.Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ svarinu er einnig tilgreint að í kjölfar könnunarinnar hafi verið leitað ráða um hvað væri hægt til bragðs að taka til að bæta úr stöðu mála. Loftgæði voru mæld í tvígang og gripið til aðgerða til að bæta stýringu á hita í húsinu, loftræsting frá eldhúsi bætt og meira púður lagt í hreinsun gólfteppa. „Til að bregðast við ábendingum um aukinn hávaða, einkum frá loftræstikerfum í opnum vinnurýmum, var ákveðið að starfsmenn sem þess óskuðu gætu fengið hljóðdempandi heyrnartól til notkunar á starfsstöðvum sem meðal annars er hægt að tengja við síma,“ segir í svari Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans. Hjá Seðlabankanum starfa rúmlega 180 manns og hefur ríflega helmingur þeirra, rétt um hundrað manns sem flestir starfa í opnum rýmum, fengið slík heyrnartól frá bankanum, af gerðinni Bose. „Þetta fyrirkomulag hefur almennt mælst vel fyrir, sérstaklega í opnum rýmum bankans,“ segir Stefán. „Seðlabankinn mun áfram leitast við að sjá til þess að vinnuumhverfi starfsmanna sé í samræmi við þær kröfur og viðmið sem eiga við á vinnustöðum hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira