Reykjavík rekin með afgangi en skuldasöfnunin gagnrýnd Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Gert er ráð fyrir hluta Borgarlínu í fjárhagsætluninni. Fréttablaðið/Anton Brink „Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira
„Það má segja að meginatriðin í fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun séu árangursrík fjármálastjórn. Rekstur Reykjavíkurborgar gengur vel. Við sjáum sterka fjárhagsstöðu borgarsjóðs og samstæðunnar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætlun næsta árs og fimm ára áætlun borgarinnar í gær. Dagur sagði að í þeirri forgangsröðun meirihlutans sem birtist í fjárhagsáætlun væri sótt fram á fjölmörgum sviðum. „Fjármagn er tryggt til að stíga stór skref í að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og nýrra NPA-samninga. Grænar fjárfestingar á grundvelli aðalskipulags eru fjölmargar.“ Þar nefndi Dagur sérstaklega Borgarlínu en í fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir að fimm milljörðum verði varið til hennar. Dagur benti á að þótt staðan væri góð bæri greiningaraðilum saman um að óvissa væri í efnahagsmálum. „Kjarasamningar eru fram undan og það er gríðarlega mikilvægt að vel takist til í samningum á almennum vinnumarkaði og í kjölfarið hjá ríki og sveitarfélögum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í umræðunum að skuldir samstæðu borgarinnar hækki verulega miðað við fimm ára áætlunina. Hann vakti athygli á því að nú sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði 16 milljörðum lakari en í áætlun síðasta árs. Sjálfstæðismenn lögðu til að útsvar og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði yrðu lækkuð og að tekjuviðmið afsláttar af fasteignagjöldum verði hækkað. „Við viljum lækka útsvarið meira en teljum að þetta sé gott skref sem þýddi að Reykjavík væri ekki lengur áfram áberandi hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyþór. Gerði tillagan ráð fyrir að útsvarið myndi lækka úr 14,52 prósentum í 14,385 prósent. „Þetta kostar 700 milljónir sem skilar sér þá til launþega. Það eru kjaraviðræður í gangi og þetta er skattur sem leggst á allt launafólk og hlutfallslega mest á þá lægra launuðu. Það borga allir útsvar og það er áhugavert að skoða samanburð á því hvað ríkið er að taka og hvað borgin er að taka af launaskattinum. Meirihlutinn fer til Reykjavíkur og minnihlutinn til ríkisins.“ Þá gagnrýndi Eyþór að vaxtakostnaður aukist um 8 milljarða í fimm ára áætluninni. Fyrir það fé væri hægt að byggja sex leikskóla í hæsta gæðaflokki þar sem pláss væri fyrir 1.400 börn. Seinni umræða um fjárhagsáætlanirnar fer fram 4. desember.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira