Íslenskir lífeyrissjóðir hafa að undanförnu gengið frá sölu á stórum hluta bréfa sinna í Klakka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Fyrir söluna áttu lífeyrissjóðirnir, aðallega Birta, Gildi og LSE, samanlagt um sex prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu, sem heldur utan um allt hlutafé í Lykli, áður Lýsingu.
Tveir stjórnarmenn í Klakka, þar á meðal hæstaréttarlögmaðurinn Kristján B. Thorlacius, sem setið hefur í stjórninni í umboði lífeyrissjóðanna, munu hætta í stjórn á hluthafafundi sem verður haldinn næsta mánudag, að því er heimildir Markaðarins herma. Í þeirra stað verður einn nýr stjórnarmaður kjörinn, studdur af bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner, langsamlega stærsta eiganda Klakka, en á fundinum verður stjórnarmönnum eignarhaldsfélagsins fækkað úr sex í fimm.
Markaðurinn greindi frá því í haust að vilji stærstu hluthafa Klakka stæði til þess að félagið ætti að óbreyttu hlutinn í Lykli til næstu ára eftir að viðræðum um kaup TM á eignaleigufyrirtækinu var slitið fyrr í sumar. Áformar Klakki að auka umsvif Lykils hér á landi og breikka vöruframboð félagsins.
Íslenskir lífeyrissjóðir selja bréf sín í Klakka
Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa

Mest lesið

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent

Gengi Novo Nordisk steypist niður
Viðskipti erlent


Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum
Viðskipti innlent


Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila
Viðskipti innlent

„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“
Viðskipti innlent

Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar
Viðskipti innlent