1.100 milljónir dugðu ekki fyrir enska boltann Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2018 06:15 Úr leik Manchester City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. vísir/getty Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Tilboð Sýnar í sýningarrétt í enska boltanum næstu þrjú árin nam nærri átta milljónum evra, jafnvirði 1.100 milljóna króna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Útboð á enska boltanum fyrir leiktímabilið 2019 til 2022 fór fram í síðustu viku þar sem Síminn hafði betur gegn Sýn. Útboðsferlið var með þeim hætti að ef munur á tilboðum væri innan tíu prósenta færi útboðið í aðra umferð. Ekki kom til þess og því ljóst að tilboð Símans var minnst tíu prósentum hærra. Mat Sýnar var að hærra tilboð gerði það að verkum að tap yrði á þessari starfsemi miðað við eðlilegt verð til viðskiptavina. Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, gat ekki tjáð sig um tilboðið í samtali við Markaðinn. Hann sagði að á annan tug þúsunda hefðu aðgang að enska boltanum gegnum Sýn og að niðurstaðan væri óheppileg fyrir neytendur. „Það er ljóst að menn ætli með einhverjum hætti að fá peningana sem þeir borga fyrir svona sýningarrétti til baka þannig að mikil samkeppni í svona útboði kemur sér illa fyrir neytendur á endanum,“ sagði Björn. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans, sagði tilboðið byggt á viðskiptaáætlun um nýtingu á stökum rétti. „Enski boltinn hefur verið dýr vegna þess að fólk hefur þurft að kaupa mikið með honum. Við teljum að við getum selt réttinn stakan og þannig náð til fleiri heimila með ódýrari vöru,“ sagði Magnús. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13
Enski boltinn ekki áfram á Stöð 2 Sport frá og með næsta hausti Frá og með haustinu 2019 verður ekki sýnt frá ensku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn hf. 2. nóvember 2018 15:38