Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2018 11:18 Frans Timmermans og Maros Sefcovic á góðri stund. EPA/OLIVIER HOSLET Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014. Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014.
Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59