Stefán Gíslason er tekinn við þjálfun Leiknis úr Reykjavík en liðið leikur í Inkasso-deild karla.
Félagið staðfesti þetta á vefsíðu sinni í kvöld en hann skrifar undir tveggja ára samning við Breiðholtsliðið.
Stefán þjálfaði Hauka í Inkasso-deildinni á síðasta ári en liðið endaði í sjöunda sæti deildarinnar undir stjórn Stefáns.
Hann var lengi vel í atvinnumennsku þar sem hann lék í Belgíu, Noregi og Danmörku. Hann á yfir 30 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.
Leiknir endaði í sjöunda sæti deildarinnar. Vigfús Arnar Jósepsson tók við stjórnartaumunum af Kristófer Sigurgeirssyni eftir þrjá leiki í sumar.
Stefán tekur við Leikni
Anton Ingi Leifsson skrifar
