Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 5. nóvember 2018 22:30 Clinch og félagar eru komnir áfram. vísir/bára Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik. Fyrstu fimm mínútur leiksins var ekki að sjá að Grindvíkingar væru búnir að vinna heimavinnuna sérstaklega vel frá því í tapinu stóra gegn Keflavík fyrir rúmum tveimur vikum. Gestirnir voru fljótlega komnir með 16-9 forystu en þá vöknuðu heimamenn. Þeir náðu 15-3 kafla og skyndilega voru þeir komnir með yfirhöndina. Þeir héldu áfram í öðrum leikhluta og spiluðu góða vörn á Michael Craion sem lét það fara í taugarnar á sér og var kominn með þrjár villur í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 43-32 Grindavík í vil. Í síðari hálfleik reyndu gestirnir hvað þeir gátu en komust aldrei almennilega nálægt nágrönnum sínum. Munurinn fór einu sinni niður í fimm stig en aldrei minna en það og Grindavík leyfði Keflvíkingum aldrei að koma sér í þá stöðu að ná áhlaupi. Í fjórða leikhluta var baráttan mikil en Grindvíkingar allan tímann tveimur skrefum á undan. Þegar Ólafur Ólafsson setti þrist þegar skammt var eftir var sigurinn klár og heimamenn fögnuðu vel og innilega. Lokatölur 80-65 og Grindvíkingar komnir áfram í 16-liða úrslit.Af hverju vann Grindavík?Þeir lögðu allt í sölurnar, börðust eins og ljón allan leikinn og það sem var mikilvægast – þeir náðu vörninni sinni í gang. Hjálparvörnin á Michael Craion gekk vel upp en gaf Keflavík oft þriggja stiga skot sem heimamenn náðu þó margsinnis að loka vel á. Þristarnir duttu illa niður hjá Keflvíkingum sem urðu fljótt pirraðir og reyndu of erfið skot. Þegar Keflavík skorar 32 stig í einum hálfleik veistu að þú ert að gera eitthvað gott varnarlega og Grindvíkingar efldust með hverju stoppi, hverju varða skotinu eða stolna boltanum. Þeir unnu fyrir sigrinum og áttu hann skilinn.Þessir stóðu upp úr:Ólafur Ólafsson var frábær hjá Grindavík, spilaði afar góða vörn og setti niður skot þegar á þurfti að halda. Lewis Clinch kom sterkur til leiks og svo voru Grindvíkingar duglegir að finna Tiegbe Bamba í teignum gegn Herði Axel og það var ójafn leikur. Sigtryggur Arnar var sömuleiðis flottur í kvöld.. Þá þarf að taka fram innkomu Jóhanns Árna Ólafssonar í fyrri hálfleik sem kom inn, stal bolta, setti tvo þrista og skilaði góðri vinnu. Grindvíkingar skiluðu heilt yfir góðri liðsframmistöðu og sýndu að þeir eru að koma til baka eftir brösótta byrjun. Hjá Keflavík var í raun enginn sem spilaði af eðlilegri getu. Craion var í vandræðum sem og Hörður Axel. Gunnar Ólafsson átti ágæta spretti en hefur spilað betur til þessa á tímabilinu.Hvað gekk illa?Keflavík hitti illa í kvöld, að hluta til fóru skotin einfaldlega ekki niður en vörn Grindvíkinga var einnig grimm og þvingaði gestina oft í erfið skot. Villuvandræði Craion voru ekki að hjálpa og þó svo að Sigtryggur Arnar hafi líka lent í vandræðum með villurnar hjá Grindavík spiluðu þeir betur úr þeirri stöðu. Keflvíkingar létu mótlætið fara í taugarnar á sér og voru pirraðir út í dómara oft á tíðum sem hjálpaði ekki til í að bæta frammistöðuna.Hvað gerist næst?Grindavík á annan stórleik á fimmtudag þegar þeir fara á Krókinn og mæta þar Tindastóli. Það er ljóst að þeir þurfa aðra eins frammistöðu þar ætli þeir sér að fara þaðan með stig. Svo eru þeir auðvitað komnir áfram í bikarnum og verður forvitnilegt að sjá hverja þeir fá í næstu umferð. Keflavík spilar ekki fleiri bikarleiki í ár sem er svekkjandi fyrir þá. Þeir fá hins vegar Breiðablik í heimsókn í Sláturhúsið á fimmtudag sem eru ekki öfundsverðir af því að mæta Keflvíkingum svona stuttu eftir svekkjandi tap. Jóhann Þór: Hún fer á Krókinn á fimmtudag, það er klártJóhann var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld.vísir/vilhelm„Fyrst og fremst var heildarframmistaðan mjög góð á báðum endum, í vörn og sókn. Þetta er kannski í fyrsta sinn sem við fáum svona alvöru frammistöðu og mjög nálægt því sem við viljum standa fyrir,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur sagði Grindvíkinga hafa tekið séns með hjálparvörninni sinni á Michael Craion en það gekk vel nánast allan leikinn. „Við ætluðum að losa boltann úr höndunum á Craion, hann jarðaði okkur hérna síðast. Við þurftum að koma Keflvíkingunum á óvart, brydda upp á einhverju nýju og fá djöfulgang og læti til að láta þetta ganga upp og ég er mjög sáttur.“ „Þeir hittu ekki á einhverjum opnum skotum en mér fannst við líka gera mjög vel í að rótera til baka og færsurnar flottar, klikkuðu í einhver skipti en það er bara svoleiðis." Barátta Grindvíkinga var frábær í kvöld og eitthvað sem þeir hafa ekki sýnt nógu mikið af í upphafi tímabilsins. „Eins og ég segi, þá er þetta eitthvað sem við viljum standa fyrir og deildin er auðvitað þannig að það eru 7-8 lið orðin feykigóð. Það hefur sýnt sig að það lið sem er klárt í baráttu og læti það stendur oft uppi sem sigurvegari. Við höfum verið að rótera í mannskapnum og í ýmsu veseni en þetta var nærri lagi.“ Móðir Jóhanns Þórs tilkynnti blaðamanni rétt fyrir viðtalið að leikurinn í kvöld hefði verið sá fyrsti sem hún sá á tímabilinu og að það hefði gert gæfumuninn. Er hún svona mikilvæg? „Hún fer á Krókinn á fimmtudag, það er klárt,“ sagði Jóhann Þór brosandi að lokum en Grindvíkingar eiga leik í Dominos-deildinni gegn Tindastóli á fimmtudag. Sverrir Þór: Við áttum ekkert skiliðSverrir Þór og hans menn eru dottnir út úr Geysisbikarnum.„Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“ Ólafur: Fannst þetta aldrei í neinni svakalegri hættuÓlafur var frábær í liði Grindavíkur í kvöld.vísir/bára„Við mættum ekki til leiks gegn Keflavík síðast en gerðum það núna. Við breyttum aðeins varnarlega gegn Craion og það gekk afskaplega vel upp þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. Sigur Grindvíkinga kom mörgum á óvart en Ólafur sagði að þeir væru búnir að leggja mikla áherslu á vörnina undanfarið og það sást vel í kvöld. „Þjálfararnir hafa verið að leggja áherslu á að þetta byrji í vörninni og sóknin komi svo með en ekki öfugt. Við gerðum næstum því allt sem Jóhann lagði upp með og þá er erfitt að vinna okkur.“ Keflvíkingar gerðu sig líklega í einhver skipti að koma með áhlaup en Grindvíkingar sáu alltaf við þeim og héldu þeim í hæfilegri fjarlægð. „Mér fannst þetta aldrei vera í neinni hættu. Körfubolti er þannig að það koma áhlaup frá báðum bógum, þeir settu þrista og komu þessu niður í nokkur stig en mér fannst þetta aldrei í einhverri svakalegri hættu,“ sagði Ólafur eftir leik. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir Þór: Við áttum ekkert skilið "Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. 5. nóvember 2018 21:42
Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik. Fyrstu fimm mínútur leiksins var ekki að sjá að Grindvíkingar væru búnir að vinna heimavinnuna sérstaklega vel frá því í tapinu stóra gegn Keflavík fyrir rúmum tveimur vikum. Gestirnir voru fljótlega komnir með 16-9 forystu en þá vöknuðu heimamenn. Þeir náðu 15-3 kafla og skyndilega voru þeir komnir með yfirhöndina. Þeir héldu áfram í öðrum leikhluta og spiluðu góða vörn á Michael Craion sem lét það fara í taugarnar á sér og var kominn með þrjár villur í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 43-32 Grindavík í vil. Í síðari hálfleik reyndu gestirnir hvað þeir gátu en komust aldrei almennilega nálægt nágrönnum sínum. Munurinn fór einu sinni niður í fimm stig en aldrei minna en það og Grindavík leyfði Keflvíkingum aldrei að koma sér í þá stöðu að ná áhlaupi. Í fjórða leikhluta var baráttan mikil en Grindvíkingar allan tímann tveimur skrefum á undan. Þegar Ólafur Ólafsson setti þrist þegar skammt var eftir var sigurinn klár og heimamenn fögnuðu vel og innilega. Lokatölur 80-65 og Grindvíkingar komnir áfram í 16-liða úrslit.Af hverju vann Grindavík?Þeir lögðu allt í sölurnar, börðust eins og ljón allan leikinn og það sem var mikilvægast – þeir náðu vörninni sinni í gang. Hjálparvörnin á Michael Craion gekk vel upp en gaf Keflavík oft þriggja stiga skot sem heimamenn náðu þó margsinnis að loka vel á. Þristarnir duttu illa niður hjá Keflvíkingum sem urðu fljótt pirraðir og reyndu of erfið skot. Þegar Keflavík skorar 32 stig í einum hálfleik veistu að þú ert að gera eitthvað gott varnarlega og Grindvíkingar efldust með hverju stoppi, hverju varða skotinu eða stolna boltanum. Þeir unnu fyrir sigrinum og áttu hann skilinn.Þessir stóðu upp úr:Ólafur Ólafsson var frábær hjá Grindavík, spilaði afar góða vörn og setti niður skot þegar á þurfti að halda. Lewis Clinch kom sterkur til leiks og svo voru Grindvíkingar duglegir að finna Tiegbe Bamba í teignum gegn Herði Axel og það var ójafn leikur. Sigtryggur Arnar var sömuleiðis flottur í kvöld.. Þá þarf að taka fram innkomu Jóhanns Árna Ólafssonar í fyrri hálfleik sem kom inn, stal bolta, setti tvo þrista og skilaði góðri vinnu. Grindvíkingar skiluðu heilt yfir góðri liðsframmistöðu og sýndu að þeir eru að koma til baka eftir brösótta byrjun. Hjá Keflavík var í raun enginn sem spilaði af eðlilegri getu. Craion var í vandræðum sem og Hörður Axel. Gunnar Ólafsson átti ágæta spretti en hefur spilað betur til þessa á tímabilinu.Hvað gekk illa?Keflavík hitti illa í kvöld, að hluta til fóru skotin einfaldlega ekki niður en vörn Grindvíkinga var einnig grimm og þvingaði gestina oft í erfið skot. Villuvandræði Craion voru ekki að hjálpa og þó svo að Sigtryggur Arnar hafi líka lent í vandræðum með villurnar hjá Grindavík spiluðu þeir betur úr þeirri stöðu. Keflvíkingar létu mótlætið fara í taugarnar á sér og voru pirraðir út í dómara oft á tíðum sem hjálpaði ekki til í að bæta frammistöðuna.Hvað gerist næst?Grindavík á annan stórleik á fimmtudag þegar þeir fara á Krókinn og mæta þar Tindastóli. Það er ljóst að þeir þurfa aðra eins frammistöðu þar ætli þeir sér að fara þaðan með stig. Svo eru þeir auðvitað komnir áfram í bikarnum og verður forvitnilegt að sjá hverja þeir fá í næstu umferð. Keflavík spilar ekki fleiri bikarleiki í ár sem er svekkjandi fyrir þá. Þeir fá hins vegar Breiðablik í heimsókn í Sláturhúsið á fimmtudag sem eru ekki öfundsverðir af því að mæta Keflvíkingum svona stuttu eftir svekkjandi tap. Jóhann Þór: Hún fer á Krókinn á fimmtudag, það er klártJóhann var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld.vísir/vilhelm„Fyrst og fremst var heildarframmistaðan mjög góð á báðum endum, í vörn og sókn. Þetta er kannski í fyrsta sinn sem við fáum svona alvöru frammistöðu og mjög nálægt því sem við viljum standa fyrir,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur sagði Grindvíkinga hafa tekið séns með hjálparvörninni sinni á Michael Craion en það gekk vel nánast allan leikinn. „Við ætluðum að losa boltann úr höndunum á Craion, hann jarðaði okkur hérna síðast. Við þurftum að koma Keflvíkingunum á óvart, brydda upp á einhverju nýju og fá djöfulgang og læti til að láta þetta ganga upp og ég er mjög sáttur.“ „Þeir hittu ekki á einhverjum opnum skotum en mér fannst við líka gera mjög vel í að rótera til baka og færsurnar flottar, klikkuðu í einhver skipti en það er bara svoleiðis." Barátta Grindvíkinga var frábær í kvöld og eitthvað sem þeir hafa ekki sýnt nógu mikið af í upphafi tímabilsins. „Eins og ég segi, þá er þetta eitthvað sem við viljum standa fyrir og deildin er auðvitað þannig að það eru 7-8 lið orðin feykigóð. Það hefur sýnt sig að það lið sem er klárt í baráttu og læti það stendur oft uppi sem sigurvegari. Við höfum verið að rótera í mannskapnum og í ýmsu veseni en þetta var nærri lagi.“ Móðir Jóhanns Þórs tilkynnti blaðamanni rétt fyrir viðtalið að leikurinn í kvöld hefði verið sá fyrsti sem hún sá á tímabilinu og að það hefði gert gæfumuninn. Er hún svona mikilvæg? „Hún fer á Krókinn á fimmtudag, það er klárt,“ sagði Jóhann Þór brosandi að lokum en Grindvíkingar eiga leik í Dominos-deildinni gegn Tindastóli á fimmtudag. Sverrir Þór: Við áttum ekkert skiliðSverrir Þór og hans menn eru dottnir út úr Geysisbikarnum.„Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“ Ólafur: Fannst þetta aldrei í neinni svakalegri hættuÓlafur var frábær í liði Grindavíkur í kvöld.vísir/bára„Við mættum ekki til leiks gegn Keflavík síðast en gerðum það núna. Við breyttum aðeins varnarlega gegn Craion og það gekk afskaplega vel upp þannig að við erum mjög sáttir,“ sagði Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. Sigur Grindvíkinga kom mörgum á óvart en Ólafur sagði að þeir væru búnir að leggja mikla áherslu á vörnina undanfarið og það sást vel í kvöld. „Þjálfararnir hafa verið að leggja áherslu á að þetta byrji í vörninni og sóknin komi svo með en ekki öfugt. Við gerðum næstum því allt sem Jóhann lagði upp með og þá er erfitt að vinna okkur.“ Keflvíkingar gerðu sig líklega í einhver skipti að koma með áhlaup en Grindvíkingar sáu alltaf við þeim og héldu þeim í hæfilegri fjarlægð. „Mér fannst þetta aldrei vera í neinni hættu. Körfubolti er þannig að það koma áhlaup frá báðum bógum, þeir settu þrista og komu þessu niður í nokkur stig en mér fannst þetta aldrei í einhverri svakalegri hættu,“ sagði Ólafur eftir leik.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir Þór: Við áttum ekkert skilið "Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. 5. nóvember 2018 21:42
Sverrir Þór: Við áttum ekkert skilið "Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. 5. nóvember 2018 21:42
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum