Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 11:23 Mótmælendur brenna mynd af Asia Bibi. AP/Pervez Masih Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Asía Kanada Pakistan Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana.
Asía Kanada Pakistan Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira