Hafna áframhaldandi afnámi réttinda starfsmanna NPA Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Um áramót renna út bráðabirgðalög um afnám lágmarksréttinda starfsfólks sem sinnir NPA. Fréttablaðið/Anton Brink Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira