Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Sylvía Hall skrifar 4. nóvember 2018 16:00 Rústik var til húsa í Hafnarstræti þar sem veitingastaðurinn Uno var áður. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs. Veitingastaðir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.
Veitingastaðir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira