Franska þjóðfylkingin stærri en flokkur forsetans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 10:53 Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en "En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Getty/ Antonio Masiello Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30
Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45
Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32
Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56
Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila