Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu.
Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða.
Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.

Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna
Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér.Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu.
Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju.