Daniel Cormier fór létt með Derrick Lewis Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. nóvember 2018 06:00 Daniel Cormier tekur Derrick Lewis niður. Vísir/Getty Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00
Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00