Sjúkrabílar kallaðir til nánast daglega í vikunni vegna sjósundsfólks Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2018 20:18 Mörgum finnst gott að stinga sér til sunds í sjónum við Nauthólsvík. Visir/Daníel Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira