Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 "Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Vísir/AP „Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
„Ég hef varla tilfinningu fyrir því hvort það sé mánuður eða heil lífstíð liðin frá því ég missti Jamal. Biðin eftir því að hann kæmi út af ræðisskrifstofunni leið eins og hún hafi verið heilt ár. Ég var full angistar. Það var sama hversu lengi ég beið, hinn glaðlegi Jamal sneri ekki aftur. Allt sem beið mín voru fregnir af andláti hans,“ sagði Hatice Cengiz, unnusta Khashoggis, í grein sem hún skrifaði í Washington Post í gær. Í greininni sagði hún ekkert geta útskýrt það hatur sem mætti Khashoggi þegar hann gekk inn á ræðisskrifstofuna. Mikilvægt sé að minnast þess að Khashoggi var blíður og kærleiksríkur maður sem vildi sjá umbætur í heimalandi sínu. Cengiz sagði að það væri nú undir alþjóðasamfélaginu komið að draga hina seku til ábyrgðar. Bandaríkin ættu að leiða það verkefni en gætu það tæpast þar sem stjórn Trumps forseta væri rúin öllu siðferði, að sögn Cengiz. „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. Þá sagði hún að tyrkneska stjórnin væri að standa sig eins vel og hægt er í málinu og bauð leiðtogum ríkja Evrópu og Bandaríkjanna að standa saman gegn Sádi-Aröbum. „Þeir sem fyrirskipuðu þetta morð, jafnvel þótt viðkomandi séu háttsettir í sádiarabísku stjórnsýslunni, ættu að vera dregnir fyrir dóm. Ég krefst réttlætis fyrir minn heittelskaða Jamal. Við verðum að senda skýr skilaboð til alræðisstjórna um að morð á blaðamönnum séu ekki liðin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent