Það er skammt stórra högga á milli hjá ruðningsliðinu Einherjum sem tekur á móti sænska liðinu Tyresö Royal Crowns á Akranesi á morgun.
Fyrir viku síðan spiluðu Einherjar við þýska liðið Cologne Falcons og pökkuðu þeim saman, 50-0. Einherjar eru því 5-3 í leikjum við erlend félög hér á landi.
Þetta er í fyrsta sinn sem Einherjar spila fyrir utan höfuðborgarsvæðið og þeir vonast eftir því að Skagamenn fjölmenni í Akraneshöllina.
Klappstýruhópurinn Valkyrjur verða einnig á svæðinu með sína hálfleikssýningu. Leikurinn hefst klukkan 16.00.
Einherjar mæta sænsku liði á Skaganum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
