Þrír ákærðir fyrir kókaínsmygl sem teygir anga sína til óþekkts manns í Mexíkó Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 10:30 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Fréttablaðið/Ernir Þrír hafa verið ákærðir fyrir að smygla 2,8 kílóum af kókaíni til landsins sem falið var í ungbarnavörum og súrefnisvél. Mennirnir þrír eru af erlendum uppruna en allir búsettir hér á landi. Sá elsti þeirra, fæddur árið 1972, er grunaður um að fjármagna og standa að baki smyglinu á báðum pökkum ásamt óþekktum manni í Mexíkó. Hinir tveir eru grunaðir um að taka við sendingunum. Samkvæmt ákærunni var kókaínið 73 prósent en frá Mexíkó fóru sendingarnar annarsvegar til Dresden í Þýskalandi laugardaginn 28. apríl síðastliðinn og til Cincinnati í Bandaríkjunum fimmtudaginn 3. maí síðastliðinn. Fíkniefnin sem send voru til Dresden voru falin í botnspýtum plastgrindar sem skrúfuð var utan um pappakassa sem innihélt ungbarnavörum. Var um að ræða DHL hraðsendingu en efnin höfðu verið fjarlægð úr pakkanum í samráði við lögreglu á Íslandi og hlustunarbúnaði komið fyrir og sendingunni fylgt eftir. Lögreglan á Íslandi sótti hins vegar pakkann í Cincinnati í júní síðastliðnum og koma honum áfram til Íslands. Einn mannann tók við sendingunni á heimili sínu í maí og fór með hana á verkstæði í Kópavogi miðvikudaginn 9. maí þar sem skipuleggjandinn tók við henni. Þriðji maðurinn tók á móti pakkanum á heimili sínu og kom honum til þess sem er grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið. Gerð var húsleit á heimili hins meinta höfuðpaurs málsins en þar fundust 193 stykki af anabólískum sterum sem hann er grunaður um að hafa flutt ólöglega hingað til lands eða þá að hafa tekið við án þess að geta dulist að þau væru ólöglega innflutt hingað til lands. Fann lögreglan lyfin í ísskáp á heimili mannsins. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrír hafa verið ákærðir fyrir að smygla 2,8 kílóum af kókaíni til landsins sem falið var í ungbarnavörum og súrefnisvél. Mennirnir þrír eru af erlendum uppruna en allir búsettir hér á landi. Sá elsti þeirra, fæddur árið 1972, er grunaður um að fjármagna og standa að baki smyglinu á báðum pökkum ásamt óþekktum manni í Mexíkó. Hinir tveir eru grunaðir um að taka við sendingunum. Samkvæmt ákærunni var kókaínið 73 prósent en frá Mexíkó fóru sendingarnar annarsvegar til Dresden í Þýskalandi laugardaginn 28. apríl síðastliðinn og til Cincinnati í Bandaríkjunum fimmtudaginn 3. maí síðastliðinn. Fíkniefnin sem send voru til Dresden voru falin í botnspýtum plastgrindar sem skrúfuð var utan um pappakassa sem innihélt ungbarnavörum. Var um að ræða DHL hraðsendingu en efnin höfðu verið fjarlægð úr pakkanum í samráði við lögreglu á Íslandi og hlustunarbúnaði komið fyrir og sendingunni fylgt eftir. Lögreglan á Íslandi sótti hins vegar pakkann í Cincinnati í júní síðastliðnum og koma honum áfram til Íslands. Einn mannann tók við sendingunni á heimili sínu í maí og fór með hana á verkstæði í Kópavogi miðvikudaginn 9. maí þar sem skipuleggjandinn tók við henni. Þriðji maðurinn tók á móti pakkanum á heimili sínu og kom honum til þess sem er grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið. Gerð var húsleit á heimili hins meinta höfuðpaurs málsins en þar fundust 193 stykki af anabólískum sterum sem hann er grunaður um að hafa flutt ólöglega hingað til lands eða þá að hafa tekið við án þess að geta dulist að þau væru ólöglega innflutt hingað til lands. Fann lögreglan lyfin í ísskáp á heimili mannsins.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira