Efnunum eytt á Spáni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Sigurður Ragnar Kristinsson. Fréttablaðið/Ernir Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira