Athvarf listamanna í 35 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Gaukur á Stöng var opnaður árið 1983. Sólveig Johnsen stýrir nú Gauknum af hugsjón, ásamt Starra Haukssyni. Fréttabladid/Eyþór „Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir David Lynch með lungnaþembu: „Eins og að ganga um með plastpoka á hausnum“ Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Sjá meira
„Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir David Lynch með lungnaþembu: „Eins og að ganga um með plastpoka á hausnum“ Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Sjá meira