Gagnrýna hugmyndir ráðherra sem skerða fé til rannsókna Sveinn Arnarsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Fréttablaðið/Ernir Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira