Riðlist ekki á náttúrunni eins og rófulausir hundar á lóðatík 17. nóvember 2018 10:00 Arnarker, um fimm hundruð metra hellir, í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Mynd/Guðmundur Brynjar Þorsteinsson Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira