Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2018 21:00 Breikkun þessa vegarkafla Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, er meðal þeirra verkefna sem búið var að setja á dagskrá á næsta ári. Stöð 2/Björn Sigurðsson. 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45