Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 19:30 Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög." Smálán Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög."
Smálán Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira