Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 29-26 Akureyri | Sveinbjörn lokaði markinu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 17. nóvember 2018 20:30 Rúnar Sigtryggsson hafði betur gegn uppeldisfélaginu vísir/bára Stjarnan tók á móti Akureyri í kvöld í TM Höllinni. Leikurinn var hluti af 9.umferð Olísdeildar karla sem hófst í gærkvöldi. Eftir frekar jafnan leik sigldu Stjörnumenn fram úr Akureyri og unnu að lokum þriggja marka sigur, 29-26. Það var mikill hraði í byrjun leiks og liðin skiptust á að skora. En í stöðunni 6-7 fyrir Akureyri tók Rúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé enda ekki sáttur með byrjun sinna manna. Eftir leikhléið tóku Stjörnumenn aðeins völdin og tóku góðan kafla og komust í 11-9 en þá fékk Sverre Andreas Jakobsson þjálfari Akureyri nóg og tók leikhlé. Hann kveikti vel í sínum mönnum en þeir tóku völdin út hálfleikinn og leiddu 14-13 í leikhléi. Stjarnan kom sterkir út í síðari hálfleikinn og Rúnar hefur pottþétt sagt einhver vel valin orð við sína menn en þeir komust fljótlega yfir og leiddu 17-16 þegar hann tók leikhlé. Þá fóru þeir ennþá lengra fram úr Akureyri og komust í 21-18 þegar Sverre fékk nóg og tók leikhlé. Leikhléið heppnaðist því miður ekki nógu vel og að auki var Sveinbjörn Pétursson í markinu búinn að loka fyrir markið. Stjörnumenn sigldi þessu nokkuð örugglega heim en þeir náðu mest 6 marka forystu, 28-22 en Akureyri lagaði þetta aðeins í lokin. Lokatölur urðu 29-26 og góður sigur Stjörnunnar sem eru þá komnir með þrjá sigra í röð eftir brösuga byrjun á deildinni. Akureyri situr hinsvegar sem fastast á botninum með aðeins 3 stig.Af hverju vann Stjarnan? Markvarslan var frábær og þeir höfðu menn sem gátu skorað þegar vantaði. Gæðin eru einfaldlega meiri í liði Stjörnunnar heldur en í liði Akureyrar.Hvað gekk illa?Sóknarleikur beggja liða má segja. Ari Magnús Þorgeirsson og Aron Dagur Pálsson voru alls ekki nógu góðir hjá Stjörnunni í dag og þeir eiga klárlega nóg inni. Þeir tveir saman skiluðu ekki nema 2 mörkum úr 11 skotum sem er alls ekki nógu gott. Markvarsla Akureyri var ekki nógu góð í síðari hálfleik en Marius Aleksejev kom inná í hálfleik þrátt fyrir fínan leik hjá Arnari Þór Fylkissyni. Leonid Mykhailiutenko skoraði ekki nema 4 mörk úr 12 skotum en hann tók meðal annars 6 skot í röð fyrir Akureyri með misgóðum árangriHverjir stóðu upp úr?Í liði heimamanna var Sveinbjörn Pétursson klárlega maður leiksins en hann varði 23 skot og var með rétt undir 50% markvörslu. Egill Magnússon hélt áfram að gera vel í sókninni en hann skoraði 9 mörk úr 14 skotum. Leó Snær Pétursson bætti við 8 mörkum úr 13 skotum þar af 2 af 2 úr vítum. Hjá gestunum var Hafþór Vignisson með 8 mörk úr 14 skotum þar af 5 af 5 úr vítum. Patrekur Stefánsson bætti við 5 mörkum úr 9 skotum. Arnar Þór Fylkisson varði síðan 9 bolta af 22 í fyrri hálfleik eða rétt um 40% markvarsla.Hvað gerist næst?Akureyri tekur á móti FH-ingum í næstu umferð og þar þurfa þeir að eiga virkilega góðan leik ef þeir ætla fá eitthvað úr þeim leik. Stjörnumenn taka á móti ÍR-ingum í hörkuleik í TM höllinni. Rúnar: Frammistaðan ekki nógu góð þrátt fyrir sigurRúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með stigin tvö en var alls ekki sáttur með frammistöðu liðsins í dag. „Stigin eru góð og það skiptir máli. Spilamennska okkar í dag er hinsvegar alls ekki nógu góð, mjög lélegt það sem við buðum uppá í dag og sem betur fer unnum við leikinn.” Hann var sammála því að Egill Magnússon væri að draga vagninn fyrir liðið en hann skoraði 9 mörk í sókninni. „Hann var að draga vagninn, það eru nokkrir leikmenn sem eiga vera burðarásar í liðinu og þeir eru ekki á staðnum. Þeir mæta ekki til leiks, við spilum ekki nógu vel og byrjum ekki leikinn. Hlaupum illa fram völlinn og menn vilja ekki fá boltann og menn eru hræddir við að bera upp boltann. “ „Svo ætla menn að fara redda þessu sjálfir og þá fer allt í vaskinn og við erum undir í hálfleik. Spilamennskan alveg hræðileg.” Varðandi 3-3 vörnina sem liðið fór í undir lok fyrri hálfleiks sagði hann mikilvægt að æfa þetta í leikjum alveg eins og á æfingum. „Hún hefur gengið vel þegar við höfum prófað hana. Þeir sem voru fyrir framan stóðu sig vel en þessir sem voru fyrir aftan voru að klikka.” Hann var sáttur með Sveinbjörn í markinu en sagði hann þó einfaldlega vera í venjulegu formi og skila því sem hann hefur verið að skila. „Hann er í venjulegu formi, hann hefur verið svona í síðustu leikjum. Hann er svekktur yfir hverju einasta marki sem hann fær á sig og kemur boltanum vel í leik líka. Hann hefur verið að standa sig frábærlega.” „Hann er grunnurinn að þessu, við getum spilað illa á meðan hann heldur velli og á svona leik.” Rúnar sagðist alltaf sáttur með sigur en vill samt sjá miklu meira frá sínum mönnum. „Ég er alltaf ánægður með sigrana en ég vil samt sjá miklu betri frammistöðu, við eigum fullt inni, þetta dugar skammt.” „Það gæti verið að þetta sé hámarkið hjá strákunum en ég vil bara sjá miklu betri leik frá mínu liði, sérstaklega sóknarlega,” sagði Rúnar að lokum. Sverre: Ég hafði góða tilfinningu fyrir leikSverre Andreas Jakobsson var mjög svekktur í leikslok eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Mjög svekktur, ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu fyrir leik, í hálfleik og þegar leið á leikinn en svo kemur tímabil þarna þar sem þeir ná forskoti. Bubbi (Sveinbjörn Pétursson) lokar markinu og er svona matchwinner fyrir þá.” Sóknarleikurinn hökti mikið um miðbik síðari hálfleiks og Leonid skytta Akureyrar tók sex skot í röð. „Hann er skyttan okkar og á auðvitað að skjóta og við viljum það. Við vorum að reyna og menn vildu þetta en við fáum alltaf smá tímabil þar sem við lendum of mikið undir og þá vantar markvörslu, það er eitthvað sem við þurfum að skoða en við horfum bara fram á við á næsta verkefni.” Sverre skipti um markmann í hálfleik þrátt fyrir fína frammistöðu hjá Arnari Þór Fylkissyni. „Við erum bara að reyna, fer eftir því hvað þú kallar fínan, 5-6 boltar við viljum fá meira en það og við vildum sjá hvort við fengjum meira frá Marius en þeir eru bara báðir á pari. Maður stendur og fellur á þessu. Tek samt ekkert af Arnari hann gefur allt í þetta. Við þurfum bara að fá markvörsluna á hærra level.“ Hann hefur áhyggjur af stöðu liðsins eftir þessa byrjun en hefur trú á því að hans menn verði öflugri þegar á líður. „Þarf ég að svara því hvort ég hafi áhyggjur? Auðvitað hef ég áhyggjur en ég veit hvað býr í þessu liði og ég veit við getum náð meira úr þeim. Við hefðum ekkert kosið að vera í þessari stöðu fyrirfram en við verðum bara að halda áfram.” „Við megum ekki horfa bara á þetta, heldur meira næstu verkefni og ná í fleiri stig. Það er auðvitað stefnan að vera öflugri eftir því sem líður á,” sagði svekktur Sverre að lokum. Olís-deild karla
Stjarnan tók á móti Akureyri í kvöld í TM Höllinni. Leikurinn var hluti af 9.umferð Olísdeildar karla sem hófst í gærkvöldi. Eftir frekar jafnan leik sigldu Stjörnumenn fram úr Akureyri og unnu að lokum þriggja marka sigur, 29-26. Það var mikill hraði í byrjun leiks og liðin skiptust á að skora. En í stöðunni 6-7 fyrir Akureyri tók Rúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar leikhlé enda ekki sáttur með byrjun sinna manna. Eftir leikhléið tóku Stjörnumenn aðeins völdin og tóku góðan kafla og komust í 11-9 en þá fékk Sverre Andreas Jakobsson þjálfari Akureyri nóg og tók leikhlé. Hann kveikti vel í sínum mönnum en þeir tóku völdin út hálfleikinn og leiddu 14-13 í leikhléi. Stjarnan kom sterkir út í síðari hálfleikinn og Rúnar hefur pottþétt sagt einhver vel valin orð við sína menn en þeir komust fljótlega yfir og leiddu 17-16 þegar hann tók leikhlé. Þá fóru þeir ennþá lengra fram úr Akureyri og komust í 21-18 þegar Sverre fékk nóg og tók leikhlé. Leikhléið heppnaðist því miður ekki nógu vel og að auki var Sveinbjörn Pétursson í markinu búinn að loka fyrir markið. Stjörnumenn sigldi þessu nokkuð örugglega heim en þeir náðu mest 6 marka forystu, 28-22 en Akureyri lagaði þetta aðeins í lokin. Lokatölur urðu 29-26 og góður sigur Stjörnunnar sem eru þá komnir með þrjá sigra í röð eftir brösuga byrjun á deildinni. Akureyri situr hinsvegar sem fastast á botninum með aðeins 3 stig.Af hverju vann Stjarnan? Markvarslan var frábær og þeir höfðu menn sem gátu skorað þegar vantaði. Gæðin eru einfaldlega meiri í liði Stjörnunnar heldur en í liði Akureyrar.Hvað gekk illa?Sóknarleikur beggja liða má segja. Ari Magnús Þorgeirsson og Aron Dagur Pálsson voru alls ekki nógu góðir hjá Stjörnunni í dag og þeir eiga klárlega nóg inni. Þeir tveir saman skiluðu ekki nema 2 mörkum úr 11 skotum sem er alls ekki nógu gott. Markvarsla Akureyri var ekki nógu góð í síðari hálfleik en Marius Aleksejev kom inná í hálfleik þrátt fyrir fínan leik hjá Arnari Þór Fylkissyni. Leonid Mykhailiutenko skoraði ekki nema 4 mörk úr 12 skotum en hann tók meðal annars 6 skot í röð fyrir Akureyri með misgóðum árangriHverjir stóðu upp úr?Í liði heimamanna var Sveinbjörn Pétursson klárlega maður leiksins en hann varði 23 skot og var með rétt undir 50% markvörslu. Egill Magnússon hélt áfram að gera vel í sókninni en hann skoraði 9 mörk úr 14 skotum. Leó Snær Pétursson bætti við 8 mörkum úr 13 skotum þar af 2 af 2 úr vítum. Hjá gestunum var Hafþór Vignisson með 8 mörk úr 14 skotum þar af 5 af 5 úr vítum. Patrekur Stefánsson bætti við 5 mörkum úr 9 skotum. Arnar Þór Fylkisson varði síðan 9 bolta af 22 í fyrri hálfleik eða rétt um 40% markvarsla.Hvað gerist næst?Akureyri tekur á móti FH-ingum í næstu umferð og þar þurfa þeir að eiga virkilega góðan leik ef þeir ætla fá eitthvað úr þeim leik. Stjörnumenn taka á móti ÍR-ingum í hörkuleik í TM höllinni. Rúnar: Frammistaðan ekki nógu góð þrátt fyrir sigurRúnar Sigtryggsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með stigin tvö en var alls ekki sáttur með frammistöðu liðsins í dag. „Stigin eru góð og það skiptir máli. Spilamennska okkar í dag er hinsvegar alls ekki nógu góð, mjög lélegt það sem við buðum uppá í dag og sem betur fer unnum við leikinn.” Hann var sammála því að Egill Magnússon væri að draga vagninn fyrir liðið en hann skoraði 9 mörk í sókninni. „Hann var að draga vagninn, það eru nokkrir leikmenn sem eiga vera burðarásar í liðinu og þeir eru ekki á staðnum. Þeir mæta ekki til leiks, við spilum ekki nógu vel og byrjum ekki leikinn. Hlaupum illa fram völlinn og menn vilja ekki fá boltann og menn eru hræddir við að bera upp boltann. “ „Svo ætla menn að fara redda þessu sjálfir og þá fer allt í vaskinn og við erum undir í hálfleik. Spilamennskan alveg hræðileg.” Varðandi 3-3 vörnina sem liðið fór í undir lok fyrri hálfleiks sagði hann mikilvægt að æfa þetta í leikjum alveg eins og á æfingum. „Hún hefur gengið vel þegar við höfum prófað hana. Þeir sem voru fyrir framan stóðu sig vel en þessir sem voru fyrir aftan voru að klikka.” Hann var sáttur með Sveinbjörn í markinu en sagði hann þó einfaldlega vera í venjulegu formi og skila því sem hann hefur verið að skila. „Hann er í venjulegu formi, hann hefur verið svona í síðustu leikjum. Hann er svekktur yfir hverju einasta marki sem hann fær á sig og kemur boltanum vel í leik líka. Hann hefur verið að standa sig frábærlega.” „Hann er grunnurinn að þessu, við getum spilað illa á meðan hann heldur velli og á svona leik.” Rúnar sagðist alltaf sáttur með sigur en vill samt sjá miklu meira frá sínum mönnum. „Ég er alltaf ánægður með sigrana en ég vil samt sjá miklu betri frammistöðu, við eigum fullt inni, þetta dugar skammt.” „Það gæti verið að þetta sé hámarkið hjá strákunum en ég vil bara sjá miklu betri leik frá mínu liði, sérstaklega sóknarlega,” sagði Rúnar að lokum. Sverre: Ég hafði góða tilfinningu fyrir leikSverre Andreas Jakobsson var mjög svekktur í leikslok eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í dag. „Mjög svekktur, ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu fyrir leik, í hálfleik og þegar leið á leikinn en svo kemur tímabil þarna þar sem þeir ná forskoti. Bubbi (Sveinbjörn Pétursson) lokar markinu og er svona matchwinner fyrir þá.” Sóknarleikurinn hökti mikið um miðbik síðari hálfleiks og Leonid skytta Akureyrar tók sex skot í röð. „Hann er skyttan okkar og á auðvitað að skjóta og við viljum það. Við vorum að reyna og menn vildu þetta en við fáum alltaf smá tímabil þar sem við lendum of mikið undir og þá vantar markvörslu, það er eitthvað sem við þurfum að skoða en við horfum bara fram á við á næsta verkefni.” Sverre skipti um markmann í hálfleik þrátt fyrir fína frammistöðu hjá Arnari Þór Fylkissyni. „Við erum bara að reyna, fer eftir því hvað þú kallar fínan, 5-6 boltar við viljum fá meira en það og við vildum sjá hvort við fengjum meira frá Marius en þeir eru bara báðir á pari. Maður stendur og fellur á þessu. Tek samt ekkert af Arnari hann gefur allt í þetta. Við þurfum bara að fá markvörsluna á hærra level.“ Hann hefur áhyggjur af stöðu liðsins eftir þessa byrjun en hefur trú á því að hans menn verði öflugri þegar á líður. „Þarf ég að svara því hvort ég hafi áhyggjur? Auðvitað hef ég áhyggjur en ég veit hvað býr í þessu liði og ég veit við getum náð meira úr þeim. Við hefðum ekkert kosið að vera í þessari stöðu fyrirfram en við verðum bara að halda áfram.” „Við megum ekki horfa bara á þetta, heldur meira næstu verkefni og ná í fleiri stig. Það er auðvitað stefnan að vera öflugri eftir því sem líður á,” sagði svekktur Sverre að lokum.