Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 19:30 Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli við Grandagarð sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma. Borgarráð samþykkti kaup á húsnæði undir neyðarskýlið í dag. „Þetta er hugsað fyrir unga karla. Það eru fleiri í þeim hóp, ungir vímuefnaneytendur eru fleiri karlar en við höfum einnig samþykkt núna í fjárhagsáætlun að opna á næsta ári heimili fyrir tvígreindar konur sem eru þá konur á öllum aldri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsemi gistiskýlisins við Lindargötu við opnun nýja gistiskýlisins að sögn Heiðu Bjargar en stefnt er að því að hægt verði að taka það í notkun um mánaðamótin mars, apríl. „Fram að þessari opnun þá ætlum við að reyna að sjá til þess að gistihúsið á Lindargötu anni þeirri eftirspurn sem er þannig að það standist að enginn þurfi að sofa hér utan dyra. En við vonumst til þess að þetta nýja neyðarskýli í rauninni bara létti aðeins á starfseminni þar.“ Ætlar hún að kostnaður vegna nýja skýlisins verði vel á annað hundrað milljónir og rekstrarkostnaður yfir hundrað milljónir á ári. Þá stendur yfir útboð í uppbyggingu smáhýsa fyrir heimilislausa sem koma á fyrir á nokkrum stöðum í borginni og verða tilboð opnuð um miðjan desember. „Við erum að festa lóðir, það verður kynnt sem sagt fyrir íbúum í kring þar sem að fyrirhugað verður að koma þeim fyrir fljótlega og við vonumst til þess að vera búin að koma þeim fyrir í mars, apríl á næsta ári,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira