Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Getty „Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15