Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 15 að staðartíma í dag, en slagsmálin eiga að hafa átt sér stað í húsi í hverfinu Torsred. Önnur stúlknanna var þá flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.
Hans Lippens, talsmaður sænsku lögreglunnar, segir að lögregla hafi nokkuð skýra mynd af því sem á að hafa gerst, meðal annars eftir samtöl við sjónarvotta og aðstandendur. Lögregla hyggst þó ekki greina frá framvindu mála við fjölmiðla að svo stöddu.
Lögregla rannsakar málið sem morð eða manndráp.