Nokkur hundruð úr hópi förufólksins sem hafa farið fótgangandi frá ríkjum í Mið-Ameríku í átt að Bandaríkjunum síðustu vikurnar hafa náð landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.
Bandariskir fjölmiðlar greina frá því að um átta hundruð hafi nú náð til mexíkósku borgarinnar Tijuana í norðri. Handan landamæranna hefur bandaríski varnarmálaráðherrann Jim Mattis heimsótt þá þúsundir bandarísku hermanna sem Donald Trump hefur sent á vettvang vegna förufólksins.
Hópur sem hafðist við nærri girðingunni á landamærunum milli ríkjanna í dag hrópuðu ítrekað: „Við erum ekki glæpamenn!“. Meirihluti förufólksins er enn á gangi í Mexíkó og hafa margir nýtt sér þjónustu langferðabíla sem kaþólskur prestur hefur útvegað.
Búist er við að um fimm þúsund einstaklingar frá Mið-Ameríkuríkjum muni ná landamærunum á föstudaginn eftir um mánaðarlangt ferðalag.
Hundruð úr hópi förufólksins hafa náð landamærunum

Tengdar fréttir

Hundruðir halda áfram ferð sinni að landamærunum
Um fimm hundruð flóttamanna héldu í dag frá Mexíkóborg í átt að landamærum Bandaríkjanna. Þúsundir bíða enn færis til þess að komast yfir. Hópurinn byrjaði á því að taka neðanjarðarlest nyrst í borgina og fóru svo gangandi með fram hraðbraut í lögreglufylgd.