Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. Fjárlög næsta árs koma til annarar umræðu á Alþingi á morgun en í áliti fjárlaganefndar sem meirihlutinn lagði fram í gær eru gerðar all nokkrar breytingar á frumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ásamt fleiri stjórnarandstöðuþingmönnum að til að mynda ætti að lækka viðbótarframlög til málefna öryrkja, en þau áttu að verða 4 milljarðar á næsta ári. „En með einu pennastriki í gær verða þessir fjórir milljarðar að 2,9 milljörðum. Þetta stendur svart á hvítu í plöggum ráðherrans. Annað er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur ráðherrans í anda Yes Prime Minister þáttanna,“ sagði Ágúst Ólafur. Stjórnarandstaðan beindi spjótum sínum að fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna þeirra breytinga sem stjórnarmeirihlutinn boðar á fjárlagafrumvarpinu. Stjórnarandstaðan vildi meina að ríkisstjórnin væri að ganga á bak orða sinna til dæmis varðandi loforð til öryrkja og eldri borgara. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum. „Nei, hún er ekki að gera það. Það er ennþá verið að bæta í alla málaflokka. Við erum að bregðast við og reikna upp ákveðnar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Það verður aðeins meiri verðbólga á næsta ári. Við þurfum að taka tillit til þess,“ sagði Bjarni. Meðal annars til að ná markmiðinu um afgang á fjárlögum upp á eitt prósent af landsframleiðslu.Keyptu ekki rök fjármálaráðherraEn stjórnarandstaðan keypti ekki þessi rök í fyrirspurnartímanum í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði samtök öryrkja hafa haft fulla ástæðu, miðað við yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórninni, til að ætla að hægt hefði verið að ráðstafa þessum fjórum milljörðum til að bæta hag öryrkja. „Króna á móti krónu skerðing festir öryrkja í fátækragildur og hamlar meðal annars þeim sem geta fráþví að vinna og bæta sín kjör,“ sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir sex milljarða króna fara til málefna öryrkja á næsta ári. En af þeim hafi fjórir verið vegna kerfisbreytinga sem vandséð væri að nái fram fyrr en áöðrum ársfjórðungi næsta árs. „Þannig að það er engu verið að breyta varðandi áform um áframhaldandi stuðning þar. Við erum með rétt um fimm milljarða sem við ætlum að bæta í þann málaflokk. Allt tal um niðurskurð er bara á misskilningi byggt,“ segir fjármálaráðherra. Sumir fulltrúar stjórnarandstöðunnar gagnrýndu líka að framlög til nýbygginga á Landsspítalalóðinni verði fimm milljarðar en ekki 7,5 eins og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. „Þar er bara verið að horfast í augu við staðreyndir. Við erum aðeins á eftir áætlun varðandi framkvæmdatímann og erum í fjárlagafrumvarpinu bara að áætla hvað þurfi í fjárheimildir á næsta ári miðað við stöðu framkvæmdanna eins og hún blasir við okkur. En það sem stendur upp úr þegar allar þessar tölur eru lagðar saman er rúmlega fjögurra prósenta aukning ríkisútgjalda í þessa málaflokka okkar sem við köllum rammasett útgjöld,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Heilbrigðismál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira